Á HM í Svíþjóð á síðasta ári varð Júlían í fjórða sæti. Þar bætti hann sinn besta árangur verulega og setti meðal annars nýtt heimsmet í réttstöðulyftu.
Það kom hins vegar í ljós stuttu seinna að Úkraínumaðurinn sem hafnaði í þriðja sæti á mótinu féll á lyfjaprófi fyrir mótið. Verðlaunin voru því tekin af honum og var Júlían réttmættur handhafi bronsins.
Það tók verðlaunin hins vegar ellefu mánuði að skila sér heim til Íslands, en Júlían greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann væri loks kominn með peninginn um hálsinn.