Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2019 08:39 Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram "í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann spyr hvort hún telji tilefni til að svokallaðar Klúbbsmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins. Þá spyr hann hvort ráðherra telji að þeir verðskuldi frekari skaðabætur fyrir vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðar af hálfu yfirvalda. Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram „í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“.Í gæsluvarðhaldi í 105 daga Svokallaðir Klúbbsmenn – þeir Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og Valdimar Olsen – voru handteknir snemma árs 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þeir sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga.Sjá einnig:Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 árSævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Erla Bolladóttir voru síðar sakfelld fyrir að hafa borið rangar sakir á þá Magnús, Einar, Sigurbjörn og Valdimar. Sigurbjörn er nú látinn. Klúbbsmönnum voru greiddar bætur vegna gæsluvarðhaldsvistar sinnar eftir dóm Hæstaréttar árið 1983. Hefur Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, haft þær bætur til viðmiðunar í bótakröfum fyrir sinn skjólstæðing nú.Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Erla Bolladóttir. Einar og Magnús hittust á dögunum í fyrsta skipti síðan árið 1976.Fyrirspurn Sigmundar í heild sinni:1. Í ljósi þess að ráðherra hefur fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim, telur ráðherra rétt að metið verði hvort þeir fjórir einstaklingar sem sannarlega sátu saklausir í einangrunarvist mánuðum saman á fyrri hluta árs 1976, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskuldi frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins?2. Telur ráðherra tilefni til að umræddir aðilar fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins?3. Hefur ráðherra hitt umrædda aðila eða fulltrúa þeirra og ef ekki, væri hann þá reiðubúinn til að hitta þá æski þeir þess? Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann spyr hvort hún telji tilefni til að svokallaðar Klúbbsmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins. Þá spyr hann hvort ráðherra telji að þeir verðskuldi frekari skaðabætur fyrir vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðar af hálfu yfirvalda. Sigmundur Davíð segist varpa þessu fram „í ljósi þess að ráðherra [hafi] fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim“.Í gæsluvarðhaldi í 105 daga Svokallaðir Klúbbsmenn – þeir Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og Valdimar Olsen – voru handteknir snemma árs 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þeir sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga.Sjá einnig:Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 árSævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Erla Bolladóttir voru síðar sakfelld fyrir að hafa borið rangar sakir á þá Magnús, Einar, Sigurbjörn og Valdimar. Sigurbjörn er nú látinn. Klúbbsmönnum voru greiddar bætur vegna gæsluvarðhaldsvistar sinnar eftir dóm Hæstaréttar árið 1983. Hefur Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, haft þær bætur til viðmiðunar í bótakröfum fyrir sinn skjólstæðing nú.Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Erla Bolladóttir. Einar og Magnús hittust á dögunum í fyrsta skipti síðan árið 1976.Fyrirspurn Sigmundar í heild sinni:1. Í ljósi þess að ráðherra hefur fært svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál inn á borð ríkisstjórnarinnar og haft persónulega aðkomu að þeim, telur ráðherra rétt að metið verði hvort þeir fjórir einstaklingar sem sannarlega sátu saklausir í einangrunarvist mánuðum saman á fyrri hluta árs 1976, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskuldi frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins?2. Telur ráðherra tilefni til að umræddir aðilar fái formlega afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins?3. Hefur ráðherra hitt umrædda aðila eða fulltrúa þeirra og ef ekki, væri hann þá reiðubúinn til að hitta þá æski þeir þess?
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49 Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sonur Sævars segir Valtý lögmann eiga ríkra hagsmuna að gæta Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, kemur Erlu Bolladóttur til varnar í nýrri grein. Um er að ræða viðbrögð Hafþórs við þeirri skoðun þriggja karlmanna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 að ekki eigi að greiða Erlu skaðabætur án þess að hún verði formlega sýknuð af dómi fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 13:49
Misbauð beiðni Erlu Bolladóttur um bætur og hittust í fyrsta skipti í 43 ár Þrír menn sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í 105 daga árið 1976 grunaðir um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana telja alls ekki réttlætanlegt að greiða Erlu Bolladóttur bætur vegna dóms sem hún hlaut fyrir rangar sakargiftir. 20. september 2019 10:51
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03