Körfubolti

Bein út­sending: Kven­dómarar í bolta­greinum – á­skoranir og tæki­færi

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrirlesarar eru þær Kati Nynas og Karolina Andersson sem eru körfuknattleiksdómarar í fremstu röð á heimsvísu.
Fyrirlesarar eru þær Kati Nynas og Karolina Andersson sem eru körfuknattleiksdómarar í fremstu röð á heimsvísu. HR
Fyrirlestur um kvendómara í boltagreinum fer fram í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Þar munu konur sem dæma karlaleiki í körfubolta tala um reynslu sína, en hægt verður að fylgjast með viðburðinum að neðan.

Kati Nynas og Karolina Andersson eru körfuknattleiksdómarar í fremstu röð á heimsvísu en þær munu ræða reynslu sína.

Í tilkynningu frá HR segir að í fyrirlestri sínum munu þær fjalla um af hverju konur séu í miklum minnihluta körfuknattleiksdómara, hvernig kvendómarar geti brotið niður múra og breytt ríkjandi viðhorfum í karllægum heimi, hvernig hægt sé að fjölga kvendómurum og hvernig framtíð kvenna í dómgæslu líti út.

Ásmundur Einar Daðason félags-og barnamálaráðherra mun mæta og opna fyrirlesturinn en hægt verður að fylgjast með honum að neðan. Áætlað er að viðburðurinn standi frá klukkan 12 til 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×