Meintar nektarmyndir af Báru undir yfirskriftinni „hefnd fyrir Klaustursmálið“ reyndust af látinni vinkonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2019 18:18 Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari og aktívisti. Vísir/vilhelm Nektarmyndir sem sagðar voru af uppljóstraranum Báru Halldórsdóttur fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum síðla sumars. Myndirnar reyndust þó ekki af Báru heldur af vinkonu hennar, sem er látin. Frá þessu greinir Bára á Facebook-síðu sinni í dag og biðlar til fólks að hjálpa sér að stöðva dreifingu myndanna.„Hefnd fyrir Klaustursmálið“ Bára, sem tók upp samtal sex þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri síðasta vetur eins og frægt er orðið, segir í færslu sinni að hún hafi fyrst fengið fregnir af málinu í vikunni eftir Hinsegindaga. Þá hafi sér borist til eyrna að nektarmyndir væru í dreifingu á Snapchat og öðrum samfélagsmiðlum. Þessar nektarmyndir áttu að hafa verið af Báru sjálfri og þeim dreift með orðunum „hefnd fyrir Klaustursmálið“. Bára kvaðst strax hafa tekið fregnunum með fyrirvara, einkum vegna þess að hún kannaðist ekki við að hafa tekið slíkar myndir af sér. „Mín fyrstu viðbrögð voru að flissa. Mér gæti ekki verið meira sama ef slíkar myndir væru í dreifingu. Ég veit ekki til þess að ég eða aðrir hafi tekið slíkar myndir en líklegast væri að þær væru annað hvort eitthvað bull frá því þegar ég var yngri og í flottu formi og þá bara fínt mál, eða einhverjar nýlegar laumumyndir af mér myglaðri heima og þá kannski ekkert spennandi.“ Vonaði að málið myndi deyja út af sjálfu sér Fljótlega hafi þó tekið að renna á hana tvær grímur. Síðan Klaustursmálið kom upp hafi margar konur, sem svipaði til Báru sjálfrar, komið að máli við hana og tjáð henni að þeim hefði gjarnan verið ruglað saman við hana. Bára segist í kjölfarið hafa fengið áhyggjur af því að téðar nektarmyndir væru af einhverri þessara kvenna. Hún hafi því beðið um að fá myndirnar sendar og þá kom í ljós að konan á þeim var vinkona hennar, sem nú er látin. „Jú ef þú horfir lauslega yfir en skoðar ekki almennilega mætti halda að þær væru af mér. Ekkert voða merkilegt, myndir af brjóstum og kynfærum og hjálpartækjum kynlífsins. Kom ekki almennilega fyrir mig hver þetta var svo ég spurði nokkra vini. Og þá kom smá áfall,“ segir Bára. „Myndirnar voru af síðu þar sem fullorðið fólk deilir ýmsu kynferðislegu milli sín og myndefnið var kona sem ég þekkti. En hún er ekki meðal okkar lengur. Minn stærsti ótti er að ættingjar þessarar konu fái þær óvart sendar. Fyrst ætlaði ég ekkert að gera í þessu, vonast til þess að þetta myndi deyja út af sjálfu sér, en núna er ég búin að frétta af þessum myndum frá þrem mismunandi aðilum og tveimur bara í síðustu viku.“ Þá beinir Bára því til þeirra sem kynnu að rekast á myndirnar að senda þær ekki áfram og láta vita að um látna manneskju sé að ræða. „Vinsamlegast hjálpið mér að stöðva þetta. Og reynið svo að búa til heim þar sem heimskuleg drusluskömmun er ekki kúl. Ef einhvern bráðvantar nektarmyndir af mér er ég vel til í smekklega myndatöku gegn góðum styrk til Stígamóta. Reynum annars að vera bara minni asnar.“Færslu Báru má lesa í heild hér að neðan. Líklega á ábyrgð einhverra kjána Bára segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki hugmynd um hverjir gætu staðið að dreifingu myndanna. Henni detti þó helst í hug að það séu „einhverjir kjánar“, sem sé mögulega í nöp við sig vegna Klausturmálsins. „Það truflar mig samt óskaplega lítið ef þetta væru myndir af mér en ég er lítið hrifin af þeirri tilhugsun að það sé verið að dreifa klámmyndum af dánu fólki í þeirra óþökk,“ segir Bára. Þá segist hún ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu. Hún hafi raunar ekki ætlað að tjá sig um það fyrr en hún fór að heyra ítrekað af tilvist myndanna. „Þess vegna fannst mér ég neyðast til að segja eitthvað um þetta.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg. 23. maí 2019 18:57 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Gjörningur Báru Halldórsdóttur hefur runnið sitt skeið. 3. júlí 2019 22:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Nektarmyndir sem sagðar voru af uppljóstraranum Báru Halldórsdóttur fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum síðla sumars. Myndirnar reyndust þó ekki af Báru heldur af vinkonu hennar, sem er látin. Frá þessu greinir Bára á Facebook-síðu sinni í dag og biðlar til fólks að hjálpa sér að stöðva dreifingu myndanna.„Hefnd fyrir Klaustursmálið“ Bára, sem tók upp samtal sex þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri síðasta vetur eins og frægt er orðið, segir í færslu sinni að hún hafi fyrst fengið fregnir af málinu í vikunni eftir Hinsegindaga. Þá hafi sér borist til eyrna að nektarmyndir væru í dreifingu á Snapchat og öðrum samfélagsmiðlum. Þessar nektarmyndir áttu að hafa verið af Báru sjálfri og þeim dreift með orðunum „hefnd fyrir Klaustursmálið“. Bára kvaðst strax hafa tekið fregnunum með fyrirvara, einkum vegna þess að hún kannaðist ekki við að hafa tekið slíkar myndir af sér. „Mín fyrstu viðbrögð voru að flissa. Mér gæti ekki verið meira sama ef slíkar myndir væru í dreifingu. Ég veit ekki til þess að ég eða aðrir hafi tekið slíkar myndir en líklegast væri að þær væru annað hvort eitthvað bull frá því þegar ég var yngri og í flottu formi og þá bara fínt mál, eða einhverjar nýlegar laumumyndir af mér myglaðri heima og þá kannski ekkert spennandi.“ Vonaði að málið myndi deyja út af sjálfu sér Fljótlega hafi þó tekið að renna á hana tvær grímur. Síðan Klaustursmálið kom upp hafi margar konur, sem svipaði til Báru sjálfrar, komið að máli við hana og tjáð henni að þeim hefði gjarnan verið ruglað saman við hana. Bára segist í kjölfarið hafa fengið áhyggjur af því að téðar nektarmyndir væru af einhverri þessara kvenna. Hún hafi því beðið um að fá myndirnar sendar og þá kom í ljós að konan á þeim var vinkona hennar, sem nú er látin. „Jú ef þú horfir lauslega yfir en skoðar ekki almennilega mætti halda að þær væru af mér. Ekkert voða merkilegt, myndir af brjóstum og kynfærum og hjálpartækjum kynlífsins. Kom ekki almennilega fyrir mig hver þetta var svo ég spurði nokkra vini. Og þá kom smá áfall,“ segir Bára. „Myndirnar voru af síðu þar sem fullorðið fólk deilir ýmsu kynferðislegu milli sín og myndefnið var kona sem ég þekkti. En hún er ekki meðal okkar lengur. Minn stærsti ótti er að ættingjar þessarar konu fái þær óvart sendar. Fyrst ætlaði ég ekkert að gera í þessu, vonast til þess að þetta myndi deyja út af sjálfu sér, en núna er ég búin að frétta af þessum myndum frá þrem mismunandi aðilum og tveimur bara í síðustu viku.“ Þá beinir Bára því til þeirra sem kynnu að rekast á myndirnar að senda þær ekki áfram og láta vita að um látna manneskju sé að ræða. „Vinsamlegast hjálpið mér að stöðva þetta. Og reynið svo að búa til heim þar sem heimskuleg drusluskömmun er ekki kúl. Ef einhvern bráðvantar nektarmyndir af mér er ég vel til í smekklega myndatöku gegn góðum styrk til Stígamóta. Reynum annars að vera bara minni asnar.“Færslu Báru má lesa í heild hér að neðan. Líklega á ábyrgð einhverra kjána Bára segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki hugmynd um hverjir gætu staðið að dreifingu myndanna. Henni detti þó helst í hug að það séu „einhverjir kjánar“, sem sé mögulega í nöp við sig vegna Klausturmálsins. „Það truflar mig samt óskaplega lítið ef þetta væru myndir af mér en ég er lítið hrifin af þeirri tilhugsun að það sé verið að dreifa klámmyndum af dánu fólki í þeirra óþökk,“ segir Bára. Þá segist hún ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu. Hún hafi raunar ekki ætlað að tjá sig um það fyrr en hún fór að heyra ítrekað af tilvist myndanna. „Þess vegna fannst mér ég neyðast til að segja eitthvað um þetta.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg. 23. maí 2019 18:57 Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13 Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Gjörningur Báru Halldórsdóttur hefur runnið sitt skeið. 3. júlí 2019 22:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg. 23. maí 2019 18:57
Boðað til Báramótabrennu Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar. 3. júní 2019 16:13
Bára kemur út úr búrinu eftir þriggja sólarhringa dvöl: Þakklát fyrir stuðning vina og almennings Gjörningur Báru Halldórsdóttur hefur runnið sitt skeið. 3. júlí 2019 22:30