Nauðsynlegt að ræða offitu hjá þunguðum konum Elín Albertsdóttir skrifar 25. september 2019 16:30 Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Rannsókn sem gerð var í Noregi sýnir að of þungar konur fá oftar fylgikvilla á meðgöngu en þær sem eru í kjörþyngd. Þetta er vandamál sem ljósmæðrum er kunnugt um. Samkvæmt rannsókninni voru 35 prósent kvenna sem fæddu börn í Noregi árið 2018 of þung eða í yfirvigt. Linn Marie Sørbye ljósmóðir hefur rannsakað þyngd barnshafandi kvenna og tengsl offitu við heilsu móður og barns í doktorsritgerð Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Það eru frekar líkur á eðlilegri meðgöngu og fæðingu sé konan í réttri þyngd. Best er þegar BMI-þyngdarstuðull er normal í upphafi meðgöngu. Það er bæði jákvætt fyrir barnið og móðurina. Kjörþyngd á meðgöngu getur komið í veg fyrir meðgöngueitrun, háan blóðþrýsting og meðgöngusykursýki. Linn Marie hefur líka áhyggjur af breytingum á þyngd á milli fyrstu og annarrar meðgöngu. Oft þyngjast konur mikið á þeim tíma sem líður á milli og þá eru þær í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Ef kona fær meðgöngusykursýki er líkaminn ekki fær um að vinna með sykur í blóði eins og hann ætti að gera. Þá hækkar blóðsykurinn mikið hjá móðurinni og barnið vex of hratt. Sýnt hefur verið fram á að þessi börn eru viðkvæmari fyrir ofþyngd síðar á ævinni. Rannsókn Linn Marie og samstarfsmanna hennar er byggð á upplýsingum um fyrstu og aðra meðgöngu 24.198 mæðra, fengnum úr læknaskýrslum í Noregi. Af þessum mæðrum voru 439 greindar með meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Á sama tíma geta þær konur sem eru of þungar á fyrstu meðgöngu en léttast eftir hana fengið heilsufarslegan ávinning áður en þær verða þungaðar að nýju. Sjáanlegur munur var á heilsunni á annarri meðgöngu ef konur höfðu létt sig.Huga þarf að mataræðinu á meðgöngu. Ekki er gott að þyngjast mikið.„Það bendir til þess að það sé hægt að gera eitthvað í málinu,“ segir Linn Marie. „Þetta á samt ekki við um að létta sig á meðgöngu. Við mælum ekki með að konur fari í stranga megrun á meðgöngu. Að sama skapi er ekki gott að þyngjast mikið á meðgöngu. Til eru alþjóðlegar ráðleggingar um það hversu mikið barnshafandi konur ættu að þyngjast á meðgöngu. Þær ætti að hafa þær til hliðsjónar en ekki skapa áhyggjur. Könnun sem birt var í British Medical Journal árið 2017 sýndi að konur sem fengu persónulega aðstoð varðandi næringu og líkamsrækt á meðgöngu þyngdust minna að meðaltali og upplifðu færri fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Konur eru almennt meðvitaðar um offituvandamál og vita hvað er hollt eða óhollt. Þekkingin er til staðar en við hegðum okkur ekki alltaf samkvæmt henni. Persónuleg aðstoð á meðgöngu um næringu og hreyfingu er ekki veitt í mæðravernd í Noregi. Linn telur að auka ætti þá fræðslu. Hún segir að ljósmæður verði að þora að ræða þessa hluti við verðandi mæður. „Mikilvægt er að huga að heilsu konunnar á meðgöngu og þar skiptir ofþyngd miklu máli. Góð lýðheilsa skiptir allt samfélagið máli og leggja þarf áherslu á forvörn, til dæmis hvetja meira til hreyfingar og hollrar fæðu.“ Þetta kemur fram í grein á vefnum forskning.no. Íslendingar er engu skárri en Norðmenn á þessu sviði. Ekki er vitað um nýlega könnun en íslensk rannsókn var birt í Læknablaðinu árið 2010 þar sem greint var frá áhyggjum vegna ofþyngdar kvenna á meðgöngu. Þar kom fram að offita hefði óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Rannsókn sem gerð var í Noregi sýnir að of þungar konur fá oftar fylgikvilla á meðgöngu en þær sem eru í kjörþyngd. Þetta er vandamál sem ljósmæðrum er kunnugt um. Samkvæmt rannsókninni voru 35 prósent kvenna sem fæddu börn í Noregi árið 2018 of þung eða í yfirvigt. Linn Marie Sørbye ljósmóðir hefur rannsakað þyngd barnshafandi kvenna og tengsl offitu við heilsu móður og barns í doktorsritgerð Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Það eru frekar líkur á eðlilegri meðgöngu og fæðingu sé konan í réttri þyngd. Best er þegar BMI-þyngdarstuðull er normal í upphafi meðgöngu. Það er bæði jákvætt fyrir barnið og móðurina. Kjörþyngd á meðgöngu getur komið í veg fyrir meðgöngueitrun, háan blóðþrýsting og meðgöngusykursýki. Linn Marie hefur líka áhyggjur af breytingum á þyngd á milli fyrstu og annarrar meðgöngu. Oft þyngjast konur mikið á þeim tíma sem líður á milli og þá eru þær í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Ef kona fær meðgöngusykursýki er líkaminn ekki fær um að vinna með sykur í blóði eins og hann ætti að gera. Þá hækkar blóðsykurinn mikið hjá móðurinni og barnið vex of hratt. Sýnt hefur verið fram á að þessi börn eru viðkvæmari fyrir ofþyngd síðar á ævinni. Rannsókn Linn Marie og samstarfsmanna hennar er byggð á upplýsingum um fyrstu og aðra meðgöngu 24.198 mæðra, fengnum úr læknaskýrslum í Noregi. Af þessum mæðrum voru 439 greindar með meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Á sama tíma geta þær konur sem eru of þungar á fyrstu meðgöngu en léttast eftir hana fengið heilsufarslegan ávinning áður en þær verða þungaðar að nýju. Sjáanlegur munur var á heilsunni á annarri meðgöngu ef konur höfðu létt sig.Huga þarf að mataræðinu á meðgöngu. Ekki er gott að þyngjast mikið.„Það bendir til þess að það sé hægt að gera eitthvað í málinu,“ segir Linn Marie. „Þetta á samt ekki við um að létta sig á meðgöngu. Við mælum ekki með að konur fari í stranga megrun á meðgöngu. Að sama skapi er ekki gott að þyngjast mikið á meðgöngu. Til eru alþjóðlegar ráðleggingar um það hversu mikið barnshafandi konur ættu að þyngjast á meðgöngu. Þær ætti að hafa þær til hliðsjónar en ekki skapa áhyggjur. Könnun sem birt var í British Medical Journal árið 2017 sýndi að konur sem fengu persónulega aðstoð varðandi næringu og líkamsrækt á meðgöngu þyngdust minna að meðaltali og upplifðu færri fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Konur eru almennt meðvitaðar um offituvandamál og vita hvað er hollt eða óhollt. Þekkingin er til staðar en við hegðum okkur ekki alltaf samkvæmt henni. Persónuleg aðstoð á meðgöngu um næringu og hreyfingu er ekki veitt í mæðravernd í Noregi. Linn telur að auka ætti þá fræðslu. Hún segir að ljósmæður verði að þora að ræða þessa hluti við verðandi mæður. „Mikilvægt er að huga að heilsu konunnar á meðgöngu og þar skiptir ofþyngd miklu máli. Góð lýðheilsa skiptir allt samfélagið máli og leggja þarf áherslu á forvörn, til dæmis hvetja meira til hreyfingar og hollrar fæðu.“ Þetta kemur fram í grein á vefnum forskning.no. Íslendingar er engu skárri en Norðmenn á þessu sviði. Ekki er vitað um nýlega könnun en íslensk rannsókn var birt í Læknablaðinu árið 2010 þar sem greint var frá áhyggjum vegna ofþyngdar kvenna á meðgöngu. Þar kom fram að offita hefði óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira