Solla selur Birgi Gló Helgi Vífill Júliusson skrifar 25. september 2019 06:00 Sólveig Eiríksdóttir, stofnandi Gló Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. Elías segir að samið hafi verið um það árið 2017 þegar ákveðið var að veitingastaðurinn færi í útrás til Danmerkur að Birgir og Eygló Björk myndu kaupa þau hægt og rólega út. „Við höfum verið á hlaupum lengi og kominn tími til að slaka á. Félagið er komið i ágætis horf og tækifæri er fyrir nýja aðila til að taka fyrirtækið á næsta stig,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Sólveig, sem stofnaði veitingastaðinn, mun starfa sem ráðgjafi hjá Gló til júlí 2021. Elías segir að hlutverk hennar verði að viðhalda gæðum, sinna nýsköpun og öðru.Birgir Bieltvedt fjárfestirHjónin Birgir og Eygló Björk keyptu helmingshlut í Gló árið 2014 í gegnum fjárfestingafélagið Eyju. Elías segir að Eyja hafi eignast meirihluta í Gló árið 2017 samhliða útrásinni. Hann segir að samið hafi verið um að hjónin myndu ekki opna nýjan veitingastað í bráð. Hugur þeirra standi heldur ekki til þess. Rekstrarumhverfið sé erfitt um þessar mundir. Tap Gló veitinga ehf., sem rekur fjóra staði hér á landi, jókst úr 26 milljónum króna á milli ára í 82 milljónir króna árið 2018. Eigið fé var neikvætt um fimm milljónir króna við árslok. Birgir sagði í viðtali við Morgunblaðið að reksturinn gengi betur í ár en í fyrra. Líklega verði jafnvægi milli kostnaðar og tekna. „Síðustu tólf mánuði hefur reksturinn skilað hagnaði,“ sagði hann. Eyja á einnig hluti í Brauð & Co, Cafe Paris, Joe & The Juice, Jómfrúnni og Snaps. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00 Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps. 12. júní 2019 07:00 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló. Elías segir að samið hafi verið um það árið 2017 þegar ákveðið var að veitingastaðurinn færi í útrás til Danmerkur að Birgir og Eygló Björk myndu kaupa þau hægt og rólega út. „Við höfum verið á hlaupum lengi og kominn tími til að slaka á. Félagið er komið i ágætis horf og tækifæri er fyrir nýja aðila til að taka fyrirtækið á næsta stig,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Sólveig, sem stofnaði veitingastaðinn, mun starfa sem ráðgjafi hjá Gló til júlí 2021. Elías segir að hlutverk hennar verði að viðhalda gæðum, sinna nýsköpun og öðru.Birgir Bieltvedt fjárfestirHjónin Birgir og Eygló Björk keyptu helmingshlut í Gló árið 2014 í gegnum fjárfestingafélagið Eyju. Elías segir að Eyja hafi eignast meirihluta í Gló árið 2017 samhliða útrásinni. Hann segir að samið hafi verið um að hjónin myndu ekki opna nýjan veitingastað í bráð. Hugur þeirra standi heldur ekki til þess. Rekstrarumhverfið sé erfitt um þessar mundir. Tap Gló veitinga ehf., sem rekur fjóra staði hér á landi, jókst úr 26 milljónum króna á milli ára í 82 milljónir króna árið 2018. Eigið fé var neikvætt um fimm milljónir króna við árslok. Birgir sagði í viðtali við Morgunblaðið að reksturinn gengi betur í ár en í fyrra. Líklega verði jafnvægi milli kostnaðar og tekna. „Síðustu tólf mánuði hefur reksturinn skilað hagnaði,“ sagði hann. Eyja á einnig hluti í Brauð & Co, Cafe Paris, Joe & The Juice, Jómfrúnni og Snaps.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00 Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00 Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps. 12. júní 2019 07:00 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Opnuðum Snaps á góðum tíma Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. 12. desember 2018 08:00
Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna. 27. desember 2017 08:00
Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps. 12. júní 2019 07:00