Fjármálaráðherra líti sér nær Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. september 2019 07:00 Skot fjármálaráðherra á veitingamenn á dögunum var fyrir neðan beltisstað. Bjarni Benediktsson var þreyttur á umræðu um að áfengisgjald skýri hátt verð á áfengi hér á landi og fór opinberlega að agnúast út í að samkvæmt lauslegri athugun væri álagning á bjór á veitingastað 270 prósent. Veitingastaðir eru lítil fyrirtæki sem veita mikla þjónustu, oft í fallegum húsakynnum. Þjónn kemur til viðskiptavinarins, fær pöntun um bjór, hellir í glasið og kemur með það á borðið. Nokkru seinna er glasið þrifið. Það má ekki líkja veitingahúsum við stórmarkað þar sem álagningin er lág því framlegðin fæst með því að selja mikið magn án þjónustu. Það er eðlilegt að álagning bjórglass sé jafnvel nokkur hundruð prósent enda þarf framlegðin að standa straum af miklum kostnaði; húsnæði, starfsfólki, sköttum, hagnaði og bjórnum sjálfum. Ef um dýrari vöru væri að ræða með sömu þjónustu gæti álagningin verið minni. Hvað varðar verðlag verður ekki fram hjá því litið að skattar hérlendis sem hlutfall af landsframleiðslu eru með þeim hæstu í OECD-ríkjunum og áfengisgjaldið er mun hærra en þekkist hjá öðrum ríkjum. Jafnvel þeim sem beita skattheimtu til að stemma stigum við ofneyslu áfengis. Áfengisgjaldið á bjór er tvöfalt hærra en í Svíþjóð þar sem álögurnar eru hæstar í Evrópusambandinu. Fjármunirnir sem standa undir háum skattgreiðslum eru sóttir í vasa neytenda. Rekstur veitingastaða í Reykjavík á undir högg að sækja. Laun hafa hækkað verulega sem meðal annars má rekja til launaskriðs opinberra starfsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar háir, til að mynda tryggingargjaldið sem eykur launakostnað og fasteignagjöld hafa hækkað verulega. Birgjar veitingastaða glíma að sjálfsögðu við sama vanda sem setur þrýsting á innkaupsverð. Svo haldið sé áfram að þusa um háa skatta má nefna að aka þarf bjórnum á veitingastaði en álögur á bifreiðar og eldsneyti eru með því hæsta sem þekkist. Allt leggst þetta saman á eitt. Eftir ferðamannasprengjuna er offramboð af veitingastöðum. Margir þeirra standa á brauðfótum. Eigendurnir horfa því væntanlega fremur til þess að hækka verð eftir því sem veitingahúsum fækkar í stað þess að lækka það. Það væri því einfaldlega sanngjarnara ef fjármálaráðherra myndi lækka skatta almennilega í stað þess að röfla í barþjóni um hvað bjórglasið sé dýrt, eins og hann segist hafa gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Tengdar fréttir Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. 17. september 2019 20:30 Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skot fjármálaráðherra á veitingamenn á dögunum var fyrir neðan beltisstað. Bjarni Benediktsson var þreyttur á umræðu um að áfengisgjald skýri hátt verð á áfengi hér á landi og fór opinberlega að agnúast út í að samkvæmt lauslegri athugun væri álagning á bjór á veitingastað 270 prósent. Veitingastaðir eru lítil fyrirtæki sem veita mikla þjónustu, oft í fallegum húsakynnum. Þjónn kemur til viðskiptavinarins, fær pöntun um bjór, hellir í glasið og kemur með það á borðið. Nokkru seinna er glasið þrifið. Það má ekki líkja veitingahúsum við stórmarkað þar sem álagningin er lág því framlegðin fæst með því að selja mikið magn án þjónustu. Það er eðlilegt að álagning bjórglass sé jafnvel nokkur hundruð prósent enda þarf framlegðin að standa straum af miklum kostnaði; húsnæði, starfsfólki, sköttum, hagnaði og bjórnum sjálfum. Ef um dýrari vöru væri að ræða með sömu þjónustu gæti álagningin verið minni. Hvað varðar verðlag verður ekki fram hjá því litið að skattar hérlendis sem hlutfall af landsframleiðslu eru með þeim hæstu í OECD-ríkjunum og áfengisgjaldið er mun hærra en þekkist hjá öðrum ríkjum. Jafnvel þeim sem beita skattheimtu til að stemma stigum við ofneyslu áfengis. Áfengisgjaldið á bjór er tvöfalt hærra en í Svíþjóð þar sem álögurnar eru hæstar í Evrópusambandinu. Fjármunirnir sem standa undir háum skattgreiðslum eru sóttir í vasa neytenda. Rekstur veitingastaða í Reykjavík á undir högg að sækja. Laun hafa hækkað verulega sem meðal annars má rekja til launaskriðs opinberra starfsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar háir, til að mynda tryggingargjaldið sem eykur launakostnað og fasteignagjöld hafa hækkað verulega. Birgjar veitingastaða glíma að sjálfsögðu við sama vanda sem setur þrýsting á innkaupsverð. Svo haldið sé áfram að þusa um háa skatta má nefna að aka þarf bjórnum á veitingastaði en álögur á bifreiðar og eldsneyti eru með því hæsta sem þekkist. Allt leggst þetta saman á eitt. Eftir ferðamannasprengjuna er offramboð af veitingastöðum. Margir þeirra standa á brauðfótum. Eigendurnir horfa því væntanlega fremur til þess að hækka verð eftir því sem veitingahúsum fækkar í stað þess að lækka það. Það væri því einfaldlega sanngjarnara ef fjármálaráðherra myndi lækka skatta almennilega í stað þess að röfla í barþjóni um hvað bjórglasið sé dýrt, eins og hann segist hafa gert.
Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. 17. september 2019 20:30
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun