Systkinin losuðu sig við 80 kíló samtals Elín Albertsdóttir skrifar 24. september 2019 06:30 Gullý og Hilmar Kári með föður sinn, Hallbjörn Sævars, á milli sín. Gullý valdi magabandsaðgerð en Hilmar fór á ketó mataræði. fbl/anton brink Systkinin Hilmar Kári Hallbjörnsson tölvunarfræðingur og Guðlaug Emma Hallbjörnsdóttir kennari hafa náð ótrúlegum árangri í baráttunni við aukakílóin. Samanlagt hafa þau losað sig við 80 kíló sem er samsvarandi þyngd föður þeirra, Hallbjörns Sævars. Hilmar Kári, sem starfar sem verkefnastjóri hugbúnaðarlausna hjá STEF, hefur grennt sig með breyttu mataræði og aukinni hreyfingu en Guðlaug Emma, eða Gullý eins og hún er kölluð, fór í magabandsaðgerð. Bæði hafa einnig tekið sig á varðandi hreyfingu. Átak Hilmars hófst í maí á síðasta ári. „Ég var búinn að prófa ýmislegt án árangurs svo ég tók þá ákvörðun að fara á ketó mataræði. Ég hafði heyrt að fólk hefði náð árangri með því svo það var allt í góðu að prófa,“ segir hann. „Margir segja að mataræðið skipti meira máli en flest annað þegar maður vill létta sig. Fyrstu sex mánuðina á ketó var ég ekkert farinn að hreyfa mig en missti engu að síður nálægt tuttugu kíló. Núna er ég búinn að missa 40 kíló. Áður var ég 130 kíló,“ segir Hilmar.Gerist ekki á einni nóttu Hann viðurkennir að þyngdin var farin að há honum mikið í daglegu lífi. „Það er skerðing á lífsgæðum að vera svona þungur. Ég hef alltaf haft ágætis þol, bæði til gangs og vinnu. Hins vegar svitnaði ég mikið, var hættur að geta beygt mig og mæddist við minnstu hreyfingu. Þetta var á engan hátt gott. Ég borðaði iðulega seint á kvöldin og skildi ekkert í því af hverju ég var með bakflæði. Eftir að ég breytti mataræðinu finn ég ekki lengur fyrir því. Ég fasta hluta dagsins, borða aldrei fyrr en um hádegið og ekki seinna en klukkan sex til sjö á kvöldin. Þetta hefur alls ekki verið erfitt. Það er hausinn sem stýrir öllum gerðum manns,“ útskýrir Hilmar. „Ég vil þó taka fram að þetta gerðist ekki á einni nóttu. Það tók alveg sinn tíma að venjast þessu breytta lífi. Það tók mig sjö mánuði að koma mér í það ferli sem ég er í núna. Mér þótti erfitt að venja mig á að borða ekki á kvöldin og var oft mjög svangur á morgnana. Það tók því tíma að venja sig á þetta. Ég drekk sex lítra af vatni á dag og bæti steinefnum út í það, svo set ég rjóma út í kaffið mitt eða smjör. Þetta er ekki flókið.“Fyrir og eftir. Efri myndin var tekin á jólum fyrir fimm árum. Neðri myndin var síðan tekin um síðustu jól.Snýr ekki til baka Hilmar segir að það sé í raun ekkert svo margt sem hann þurfi að sleppa í mataræðinu. Það eru kartöflur, hrísgrjón, allt korn og rótargrænmeti ásamt sykri. „Ég sakna ekki þessara matvæla vegna þess að mér líður betur ef ég sleppi þeim. Ég er aðeins farinn að leyfa mér á tyllidögum, fékk mér til dæmis plokkfisk og rúgbrauð um daginn en fékk mér lítið á diskinn. Hugarástandið er allt sem skiptir máli. Einnig hef ég skorið niður áfengi sem var ekkert mál þar sem ég hef aldrei verið mikið fyrir það. Ég hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar og ætla að fara 21 km á næsta ári,“ segir hann. „Ég byrjaði að hlaupa eftir að ég léttist og fer í ræktina þrisvar til fimm sinnum í viku. Mér fannst ég þurfa að styrkja mig eftir að ég léttist og fá liðleikann í gang. Líkaminn þarf að vera í góðu ástandi og ég mun ekki snúa til baka til fyrra lífs. Lífsgæði mín hafa gjörbreyst. Það er til dæmis rosalega vond líðan að geta ekki keypt sér föt í venjulegri verslun. Ég fór einu sinni í Primark í Bretlandi og það voru engin föt þar sem pössuðu á mig. Það var helst að ég fengi eitthvað í Dressman XXXL. Núna hef ég skorið öll X af fötunum mínum nema eitt. Það munar tíu sentimetrum á gömlu bolunum mínum og þeim nýju.“Hilmar Kári segir að þessi mynd af sér og hundinum hans, Pjakki, hafi haft áhrif á hann og ýtti honum út í að breyta lífsstílnumKomst ekki í rússíbana Gullý, systir Hilmars, hefur ekki síður náð gríðarlegum árangri í baráttunni við aukakílóin. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun um jólin 2014 að gera eitthvað róttækt í sínum málum. „Ég var stödd í skemmtigarði með syni mínum og ætlaði með honum í rússíbana. Því miður gat ég það ekki því ég passaði ekki í sætin. Ég sá að þetta var ekki bara að hafa áhrif á mín lífsgæði heldur einnig sonar míns og ég varð því að gera eitthvað í málunum. Ég hafði heyrt af magabandsaðgerð og að Auðun Sigurðsson væri farinn að gera hana hér á landi. Ég ákvað að panta tíma strax í janúar 2015 í ráðgjöf,“ segir hún. Gullý var farin að finna fyrir skertum lífsgæðum og hafði minnkandi orku í daglegum störfum. Hún var ekki með nein heilsufarsleg vandamál en allt stefndi í þá átt ef hún gerði ekkert í sínum málum. Hún fór í aðgerð á Akranesi 8. maí 2015 og fann strax betri líðan. „Orkan jókst, ég fór að finna mun á mér, ekki bara líkamlega heldur andlega líka og fór að njóta þess að hreyfa mig. Bandið hefur gert kraftaverk fyrir mig og hjálpað mér að minnka matarskammtana, en skammtastærðir voru minn helsti veikleiki. Ég nýt þess að borða hægar og ég er ekki frá því að maturinn bragðist betur við það. Ég fór líka að njóta þess meira að fara út á meðal fólks, klæða mig upp á og gera mig fína. Stærsti plúsinn var svo að geta gert meira með syni mínum því orkan var meiri og ég naut þess að hreyfa mig með honum. Frá því að ég var sem þyngst og þangað til núna hafa farið 40 kíló. Líðan mín er gjörbreytt bæði andlega og líkamlega. Mér finnst gaman að hreyfa mig og það hefur hjálpað mér andlega líka. Ég er mun léttari á allan hátt. Ég hafði verið dugleg árinu áður en ég fór í aðgerð að labba en það var ekki nóg. Eftir aðgerð kynntist ég Metabolic, en það er kerfi sem hannað er af Helga Jónasi Guðfinnssyni og byggist á stuttum en áköfum æfingum. Það hentar mér mjög vel og ég hlakka alltaf til að fara á æfingar. Þetta er núna hluti af mínum lífsstíl og ég reyni að fara að minnsta kosti fimm sinnum í viku. Núna hef ég orku og getu í að gera hluti sem ég gat ekki áður og ég hef líka lært að lifa í núinu. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið og mér finnst ég hafa grætt mörg ár,“ segir Gullý. Það munar tíu sentimetrum á gamla bolnum og þeim nýjaKetó virkar „Við systkinin þurftum nauðsynlega að breyta lífsstílnum og það höfum við gert,“ segir Hilmar sem er kvæntur bandarískri konu og stefnir á flutning til Bandaríkjanna. „Það var eiginlega konan mín og dóttir hennar sem fóru að tala um ketó mataræðið. Ég greip boltann og byrjaði í þessu með þeim. Konan mín hefur misst 20 kíló og dóttirin 22 kíló. Ketó mataræðið virkar, svo einfalt er það. Fólk sem ekki þekkir til talar oft neikvætt um ketó. Uppistaðan í matnum mínum er spínat, klettasalat og annað grænt salat. Ég set ofan á það góðar olíur, osta og fleira. Einnig borða ég feitt kjöt, beikon, lambaframpart og annað kjöt með góðri fitu. Áður borðaði ég 400 g nautasteik. Nú dugar hún í fjórar máltíðir. Ég get leyft mér að kaupa fína nautasteik vegna þess hversu lítið ég borða. Ég borða því hollan og góðan mat. Uppáhaldsmaturinn minn er samt saltkjöt og baunir en það borðar maður bara einu sinni á ári,“ segir Hilmar Kári hressilegur og ánægður með lífið enda nýr og breyttur maður. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Systkinin Hilmar Kári Hallbjörnsson tölvunarfræðingur og Guðlaug Emma Hallbjörnsdóttir kennari hafa náð ótrúlegum árangri í baráttunni við aukakílóin. Samanlagt hafa þau losað sig við 80 kíló sem er samsvarandi þyngd föður þeirra, Hallbjörns Sævars. Hilmar Kári, sem starfar sem verkefnastjóri hugbúnaðarlausna hjá STEF, hefur grennt sig með breyttu mataræði og aukinni hreyfingu en Guðlaug Emma, eða Gullý eins og hún er kölluð, fór í magabandsaðgerð. Bæði hafa einnig tekið sig á varðandi hreyfingu. Átak Hilmars hófst í maí á síðasta ári. „Ég var búinn að prófa ýmislegt án árangurs svo ég tók þá ákvörðun að fara á ketó mataræði. Ég hafði heyrt að fólk hefði náð árangri með því svo það var allt í góðu að prófa,“ segir hann. „Margir segja að mataræðið skipti meira máli en flest annað þegar maður vill létta sig. Fyrstu sex mánuðina á ketó var ég ekkert farinn að hreyfa mig en missti engu að síður nálægt tuttugu kíló. Núna er ég búinn að missa 40 kíló. Áður var ég 130 kíló,“ segir Hilmar.Gerist ekki á einni nóttu Hann viðurkennir að þyngdin var farin að há honum mikið í daglegu lífi. „Það er skerðing á lífsgæðum að vera svona þungur. Ég hef alltaf haft ágætis þol, bæði til gangs og vinnu. Hins vegar svitnaði ég mikið, var hættur að geta beygt mig og mæddist við minnstu hreyfingu. Þetta var á engan hátt gott. Ég borðaði iðulega seint á kvöldin og skildi ekkert í því af hverju ég var með bakflæði. Eftir að ég breytti mataræðinu finn ég ekki lengur fyrir því. Ég fasta hluta dagsins, borða aldrei fyrr en um hádegið og ekki seinna en klukkan sex til sjö á kvöldin. Þetta hefur alls ekki verið erfitt. Það er hausinn sem stýrir öllum gerðum manns,“ útskýrir Hilmar. „Ég vil þó taka fram að þetta gerðist ekki á einni nóttu. Það tók alveg sinn tíma að venjast þessu breytta lífi. Það tók mig sjö mánuði að koma mér í það ferli sem ég er í núna. Mér þótti erfitt að venja mig á að borða ekki á kvöldin og var oft mjög svangur á morgnana. Það tók því tíma að venja sig á þetta. Ég drekk sex lítra af vatni á dag og bæti steinefnum út í það, svo set ég rjóma út í kaffið mitt eða smjör. Þetta er ekki flókið.“Fyrir og eftir. Efri myndin var tekin á jólum fyrir fimm árum. Neðri myndin var síðan tekin um síðustu jól.Snýr ekki til baka Hilmar segir að það sé í raun ekkert svo margt sem hann þurfi að sleppa í mataræðinu. Það eru kartöflur, hrísgrjón, allt korn og rótargrænmeti ásamt sykri. „Ég sakna ekki þessara matvæla vegna þess að mér líður betur ef ég sleppi þeim. Ég er aðeins farinn að leyfa mér á tyllidögum, fékk mér til dæmis plokkfisk og rúgbrauð um daginn en fékk mér lítið á diskinn. Hugarástandið er allt sem skiptir máli. Einnig hef ég skorið niður áfengi sem var ekkert mál þar sem ég hef aldrei verið mikið fyrir það. Ég hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar og ætla að fara 21 km á næsta ári,“ segir hann. „Ég byrjaði að hlaupa eftir að ég léttist og fer í ræktina þrisvar til fimm sinnum í viku. Mér fannst ég þurfa að styrkja mig eftir að ég léttist og fá liðleikann í gang. Líkaminn þarf að vera í góðu ástandi og ég mun ekki snúa til baka til fyrra lífs. Lífsgæði mín hafa gjörbreyst. Það er til dæmis rosalega vond líðan að geta ekki keypt sér föt í venjulegri verslun. Ég fór einu sinni í Primark í Bretlandi og það voru engin föt þar sem pössuðu á mig. Það var helst að ég fengi eitthvað í Dressman XXXL. Núna hef ég skorið öll X af fötunum mínum nema eitt. Það munar tíu sentimetrum á gömlu bolunum mínum og þeim nýju.“Hilmar Kári segir að þessi mynd af sér og hundinum hans, Pjakki, hafi haft áhrif á hann og ýtti honum út í að breyta lífsstílnumKomst ekki í rússíbana Gullý, systir Hilmars, hefur ekki síður náð gríðarlegum árangri í baráttunni við aukakílóin. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun um jólin 2014 að gera eitthvað róttækt í sínum málum. „Ég var stödd í skemmtigarði með syni mínum og ætlaði með honum í rússíbana. Því miður gat ég það ekki því ég passaði ekki í sætin. Ég sá að þetta var ekki bara að hafa áhrif á mín lífsgæði heldur einnig sonar míns og ég varð því að gera eitthvað í málunum. Ég hafði heyrt af magabandsaðgerð og að Auðun Sigurðsson væri farinn að gera hana hér á landi. Ég ákvað að panta tíma strax í janúar 2015 í ráðgjöf,“ segir hún. Gullý var farin að finna fyrir skertum lífsgæðum og hafði minnkandi orku í daglegum störfum. Hún var ekki með nein heilsufarsleg vandamál en allt stefndi í þá átt ef hún gerði ekkert í sínum málum. Hún fór í aðgerð á Akranesi 8. maí 2015 og fann strax betri líðan. „Orkan jókst, ég fór að finna mun á mér, ekki bara líkamlega heldur andlega líka og fór að njóta þess að hreyfa mig. Bandið hefur gert kraftaverk fyrir mig og hjálpað mér að minnka matarskammtana, en skammtastærðir voru minn helsti veikleiki. Ég nýt þess að borða hægar og ég er ekki frá því að maturinn bragðist betur við það. Ég fór líka að njóta þess meira að fara út á meðal fólks, klæða mig upp á og gera mig fína. Stærsti plúsinn var svo að geta gert meira með syni mínum því orkan var meiri og ég naut þess að hreyfa mig með honum. Frá því að ég var sem þyngst og þangað til núna hafa farið 40 kíló. Líðan mín er gjörbreytt bæði andlega og líkamlega. Mér finnst gaman að hreyfa mig og það hefur hjálpað mér andlega líka. Ég er mun léttari á allan hátt. Ég hafði verið dugleg árinu áður en ég fór í aðgerð að labba en það var ekki nóg. Eftir aðgerð kynntist ég Metabolic, en það er kerfi sem hannað er af Helga Jónasi Guðfinnssyni og byggist á stuttum en áköfum æfingum. Það hentar mér mjög vel og ég hlakka alltaf til að fara á æfingar. Þetta er núna hluti af mínum lífsstíl og ég reyni að fara að minnsta kosti fimm sinnum í viku. Núna hef ég orku og getu í að gera hluti sem ég gat ekki áður og ég hef líka lært að lifa í núinu. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið og mér finnst ég hafa grætt mörg ár,“ segir Gullý. Það munar tíu sentimetrum á gamla bolnum og þeim nýjaKetó virkar „Við systkinin þurftum nauðsynlega að breyta lífsstílnum og það höfum við gert,“ segir Hilmar sem er kvæntur bandarískri konu og stefnir á flutning til Bandaríkjanna. „Það var eiginlega konan mín og dóttir hennar sem fóru að tala um ketó mataræðið. Ég greip boltann og byrjaði í þessu með þeim. Konan mín hefur misst 20 kíló og dóttirin 22 kíló. Ketó mataræðið virkar, svo einfalt er það. Fólk sem ekki þekkir til talar oft neikvætt um ketó. Uppistaðan í matnum mínum er spínat, klettasalat og annað grænt salat. Ég set ofan á það góðar olíur, osta og fleira. Einnig borða ég feitt kjöt, beikon, lambaframpart og annað kjöt með góðri fitu. Áður borðaði ég 400 g nautasteik. Nú dugar hún í fjórar máltíðir. Ég get leyft mér að kaupa fína nautasteik vegna þess hversu lítið ég borða. Ég borða því hollan og góðan mat. Uppáhaldsmaturinn minn er samt saltkjöt og baunir en það borðar maður bara einu sinni á ári,“ segir Hilmar Kári hressilegur og ánægður með lífið enda nýr og breyttur maður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira