Bjóða ungu fötluðu fólki upp í dans Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 24. september 2019 08:00 ,,Okkur langar að vinna verkið með ungu fötluðu fólki sem flytjendum verksins.“ fbl/valli Þær Ásrún Magnúsdóttir, Olga Sonja Thorarensen og Gunnur Martinsdóttir Schluter undirbúa nú gerð dansverks sem þær ætla að vinna í nánu samstarfi við ungt fatlað fólk. Ásrún ræddi stuttlega við Fréttablaðið um gerð verksins en þær auglýsa sérstaklega eftir ungu fötluðu fólk i sem langar að taka þátt.Verður smá eins og ferðalag „Við erum að fara á stað með verk, sviðsverk, sem heitir Fegurð í mannleg r i sambúð. Okkur langar að vinna verkið með ungu fötluðu fólki sem f lytjendum verksins. Núna erum við sem sagt að leita að fólki til að vera með í verkinu.“ Hún segir verkið snúast um Reykjavík en hver og einn þátttakandi velur sinn uppáhaldsstað í borginni. „Fólk velur þá einhvern stað í bænum sem er þýðingarmikill fyrir það. Svo er áhorfandanum boðið á þessa staði innan verksins, þannig að þetta verður smá eins og ferðalag.“ Sambland af leik og dansi Verkið er hugsað sem dansverk en er þó mikið sambland af leik og dansi. „Ég er mesti dansarinn,“ segir Ásrún hlæjandi. Hún er menntaður dansari en Olga er leikkona og Gunnur lærði leikstjórn. Allar hafa þær þó reynslu af gerð dansverka. Hugmyndin að verkinu kviknaði í kjölfar þess að stelpurnar voru með námskeið í Hinu húsinu í fyrra. „Þá kom til okkar ungur fatlaður strákur eftir námskeiðið og sagði að það vantaði meiri grósku í sviðslistir fyrir hann og hans vini. Hann skoraði því eiginlega á okkur gera eitthvað í málunum. Þannig að við byrjuðum að vera með námskeið sérsniðin fyrir fatlaða einstaklinga. Það var mjög gaman og samstarfið gekk svo ótrúlega vel.“ Því hafi þær langað að halda áfram og skapa heildstætt verk. Öllum umsóknum vel tekið „Fólk sem hefur áhuga á að taka þátt má endilega senda mér tölvupóst. Við byrjum með námskeið fyrstu vikuna í október, þannig að við erum ekki að henda neinum beint í djúpu laugina. Fólk fær tækifæri til að prufa fyrst og sjá hvort þetta sé eitthvað sem henti því.“ Aðalæfingartímabilið fyrir sjálft verkið er í byrjun nóvember en það verður svo frumsýnt um miðjan þann mánuð á Reykjavík Dance Festival, sem er stærsta danshátíðin hérlendis. „Við tökum svo líka öllum umsóknum opnum örmum og hlökkum til í að heyra í fólki. Ef fólk telur sig passa inn í þetta þá bara endilega senda á mig línu.“ Verkið þeirra sem taka þátt Þetta er í fyrsta sinn sem þær þrjár vinna saman. Ásrún hefur verið mest í dansverkefnum. „Enda er ég mesti dansarinn!“ endurtekur hún glettin. Stelpurnar taka ekki beinan þátt verkefninu heldur eru fyrst og fremst fyrir utan það. „Verkið á meira að vera þeirra sem taka þátt með okkur.“ Núna er Ásrún að vinna aftur í verki sem hún skapaði og heitir Hlustunarpartí. Henni hefur verið boðið að sýna verkið út um allan heim, og mun Ásrún fylgja því eftir. „Ég mun túra með þeim um heiminn árið 2020. Það verk gerði ég líka með ungu fólki. Þannig að það er aldrei að vita nema að nýja verkið fari líka á flakk ef vel gengur. Hlustunarpartí verður sýnt víðs vegar um Evrópu en líka í Ameríku.“ Hún segir að boltinn byrji oft að rúlla eftir að verk eru sýnd á danshátíðum, sé þeim vel tekið þar. „Þessi heimur er frekar lítill en þegar maður er kominn inn í hann, þá er frekar auðvelt að láta boltann rúlla áfram.“ Verkið Fegurð í mannlegri sambúð verður frumsýnt í haust á Reykjavík Dance Festival. Sé fólk áhugasamt um að taka þátt í verkinu er best að senda tölvupóst á netfang Ásrúnar, asrunm@gmail.com. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dans Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Sjá meira
Þær Ásrún Magnúsdóttir, Olga Sonja Thorarensen og Gunnur Martinsdóttir Schluter undirbúa nú gerð dansverks sem þær ætla að vinna í nánu samstarfi við ungt fatlað fólk. Ásrún ræddi stuttlega við Fréttablaðið um gerð verksins en þær auglýsa sérstaklega eftir ungu fötluðu fólk i sem langar að taka þátt.Verður smá eins og ferðalag „Við erum að fara á stað með verk, sviðsverk, sem heitir Fegurð í mannleg r i sambúð. Okkur langar að vinna verkið með ungu fötluðu fólki sem f lytjendum verksins. Núna erum við sem sagt að leita að fólki til að vera með í verkinu.“ Hún segir verkið snúast um Reykjavík en hver og einn þátttakandi velur sinn uppáhaldsstað í borginni. „Fólk velur þá einhvern stað í bænum sem er þýðingarmikill fyrir það. Svo er áhorfandanum boðið á þessa staði innan verksins, þannig að þetta verður smá eins og ferðalag.“ Sambland af leik og dansi Verkið er hugsað sem dansverk en er þó mikið sambland af leik og dansi. „Ég er mesti dansarinn,“ segir Ásrún hlæjandi. Hún er menntaður dansari en Olga er leikkona og Gunnur lærði leikstjórn. Allar hafa þær þó reynslu af gerð dansverka. Hugmyndin að verkinu kviknaði í kjölfar þess að stelpurnar voru með námskeið í Hinu húsinu í fyrra. „Þá kom til okkar ungur fatlaður strákur eftir námskeiðið og sagði að það vantaði meiri grósku í sviðslistir fyrir hann og hans vini. Hann skoraði því eiginlega á okkur gera eitthvað í málunum. Þannig að við byrjuðum að vera með námskeið sérsniðin fyrir fatlaða einstaklinga. Það var mjög gaman og samstarfið gekk svo ótrúlega vel.“ Því hafi þær langað að halda áfram og skapa heildstætt verk. Öllum umsóknum vel tekið „Fólk sem hefur áhuga á að taka þátt má endilega senda mér tölvupóst. Við byrjum með námskeið fyrstu vikuna í október, þannig að við erum ekki að henda neinum beint í djúpu laugina. Fólk fær tækifæri til að prufa fyrst og sjá hvort þetta sé eitthvað sem henti því.“ Aðalæfingartímabilið fyrir sjálft verkið er í byrjun nóvember en það verður svo frumsýnt um miðjan þann mánuð á Reykjavík Dance Festival, sem er stærsta danshátíðin hérlendis. „Við tökum svo líka öllum umsóknum opnum örmum og hlökkum til í að heyra í fólki. Ef fólk telur sig passa inn í þetta þá bara endilega senda á mig línu.“ Verkið þeirra sem taka þátt Þetta er í fyrsta sinn sem þær þrjár vinna saman. Ásrún hefur verið mest í dansverkefnum. „Enda er ég mesti dansarinn!“ endurtekur hún glettin. Stelpurnar taka ekki beinan þátt verkefninu heldur eru fyrst og fremst fyrir utan það. „Verkið á meira að vera þeirra sem taka þátt með okkur.“ Núna er Ásrún að vinna aftur í verki sem hún skapaði og heitir Hlustunarpartí. Henni hefur verið boðið að sýna verkið út um allan heim, og mun Ásrún fylgja því eftir. „Ég mun túra með þeim um heiminn árið 2020. Það verk gerði ég líka með ungu fólki. Þannig að það er aldrei að vita nema að nýja verkið fari líka á flakk ef vel gengur. Hlustunarpartí verður sýnt víðs vegar um Evrópu en líka í Ameríku.“ Hún segir að boltinn byrji oft að rúlla eftir að verk eru sýnd á danshátíðum, sé þeim vel tekið þar. „Þessi heimur er frekar lítill en þegar maður er kominn inn í hann, þá er frekar auðvelt að láta boltann rúlla áfram.“ Verkið Fegurð í mannlegri sambúð verður frumsýnt í haust á Reykjavík Dance Festival. Sé fólk áhugasamt um að taka þátt í verkinu er best að senda tölvupóst á netfang Ásrúnar, asrunm@gmail.com.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dans Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Fleiri fréttir Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Sjá meira