Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. september 2019 06:00 Náttúrufræðistofnun segir lundann í bráðri hættu. Fréttablaðið/Stefán Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira