Toyota Land Cruiser nær 10 milljón seldum eintökum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. september 2019 11:30 Toyota Land Cruiser og Kazuhiro Okada verkefnastjóri þróunar nýrra bíla hjá Toyota Getty Hinn goðsagnakenndi Land Cruiser á 68 ára afmæli í ár og hefur selst í yfir 10 milljónum eintaka um allan heim. Land Cruiser leit fyrst dagsins ljós árið 1951 og var hugsaður sem tæki fyrir löggæsluyfirvöld í Japan til að tækla hrjóstugar aðstæður. Þegar Land Cruiser BJ var kynntur til sögunnar var skyndilega kominn bíll sem gat farið leiðir sem áður voru einungis færar á hestbaki. BJ bíllinn var notaður í hernaði. Eftir að fyrsta kynslóðin sló í gegn var kynnt til sögunnar 20 línan. Við hönnun hennar var lögð áhersla á aukin þægindi og japanski herinn ekki lengur eini viðskiptavinurinn. Trú á óbilandi Land Cruiser bíla hóf að festast í sessi hjá vissum hópum viðskiptavina.Í gegnum tíðina hafa 14 kynslóðir komið út og hefur Toyota selt yfir 10 milljonir eintaka af Land Cruiser. Engin undirtegunda Toyota hefur verið framleidd lengur en Land Cruiser. Toyota Corolla hefur þó selst í rúmlega 44 milljónum eintaka um allan heim og er mest seldi bíll í heiminum. Bílar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent
Hinn goðsagnakenndi Land Cruiser á 68 ára afmæli í ár og hefur selst í yfir 10 milljónum eintaka um allan heim. Land Cruiser leit fyrst dagsins ljós árið 1951 og var hugsaður sem tæki fyrir löggæsluyfirvöld í Japan til að tækla hrjóstugar aðstæður. Þegar Land Cruiser BJ var kynntur til sögunnar var skyndilega kominn bíll sem gat farið leiðir sem áður voru einungis færar á hestbaki. BJ bíllinn var notaður í hernaði. Eftir að fyrsta kynslóðin sló í gegn var kynnt til sögunnar 20 línan. Við hönnun hennar var lögð áhersla á aukin þægindi og japanski herinn ekki lengur eini viðskiptavinurinn. Trú á óbilandi Land Cruiser bíla hóf að festast í sessi hjá vissum hópum viðskiptavina.Í gegnum tíðina hafa 14 kynslóðir komið út og hefur Toyota selt yfir 10 milljonir eintaka af Land Cruiser. Engin undirtegunda Toyota hefur verið framleidd lengur en Land Cruiser. Toyota Corolla hefur þó selst í rúmlega 44 milljónum eintaka um allan heim og er mest seldi bíll í heiminum.
Bílar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent