Daniel Ricciardo mun ræsa síðastur þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Singapú verður ræstur í hádeginu.
Ricciardo náði áttunda besta tímanum í tímatökunni í gær en hann var dæmdur brotlegur og þarf að ræsa síðastur.
Bíll Ricciardo notaði of mikið afl frá íhlut í vélbúnaðinum sem endurheimtir bremsuorku bílsins, en reglur eru um hversu mikið afl vélin má fá.
Atvikið átti sér stað í fyrsta hluta tímatökunnar.
Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:10 í dag þar sem Charles Leclerc á Ferrari er á ráspól. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Ricciardo dæmdur brotlegur og ræsir síðastur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti
