Höfnuðu beiðni Carter um reynslulausn Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 20:58 Michelle Carter. Vísir/Getty Beiðni Michelle Carter um reynslulausn var hafnað í dag þar sem það var talið vafasamt að hún yrði látin laus eftir aðeins sjö mánaða fangelsisvist. Carter var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi árið 2017 fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hafði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of. Í dag er Carter 23 ára gömul og afplánar dóm sinn í Bristol County fangelsinu.Sjá einnig: Stúlkan sem hvatti kærasta sinn til sjálfsvígs vill fara með málið fyrir hæstarétt Afplánun Carter hófst þegar búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu en lögmenn hennar segja það vera fordæmalaust. Málið komst aftur í hámæli fyrr á þessu ári þegar HBO gaf út heimildarmynd um málið sem sýndi samskipti þeirra og baksögu í nánum smáatriðum. Ákvörðunin um að hafna beiðni um reynslulausn var meðal annars byggð á því að ekki hefði verið gert nægilega vel grein fyrir hegðun Carter sem leiddi til sjálfsvígs Roy á sínum tíma. Hegðun hennar væri sérhlífin og skorti alla samkennd. Lögmaður Carter hefur ekki tjáð sig um málið en í svari fangelsisins við fyrirspurn Buzzfeed kemur fram að Carter sé „fyrirmyndarfangi“ og væri kurteis við starfsmenn og aðra fanga. Bandaríkin Tengdar fréttir Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. 7. júní 2017 11:45 Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Beiðni Michelle Carter um reynslulausn var hafnað í dag þar sem það var talið vafasamt að hún yrði látin laus eftir aðeins sjö mánaða fangelsisvist. Carter var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi árið 2017 fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi. Carter var sautján ára gömul þegar kærasti hennar, Conrad Roy, fannst látinn í bíl sínum. Skilaboð þeirra á milli sýndu að Carter hafði sent honum skilaboð dagana áður þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur og sagði honum að fresta því ekki um of. Í dag er Carter 23 ára gömul og afplánar dóm sinn í Bristol County fangelsinu.Sjá einnig: Stúlkan sem hvatti kærasta sinn til sjálfsvígs vill fara með málið fyrir hæstarétt Afplánun Carter hófst þegar búið var að láta reyna á málið fyrir öllum dómstigum í ríkinu en lögmenn hennar segja það vera fordæmalaust. Málið komst aftur í hámæli fyrr á þessu ári þegar HBO gaf út heimildarmynd um málið sem sýndi samskipti þeirra og baksögu í nánum smáatriðum. Ákvörðunin um að hafna beiðni um reynslulausn var meðal annars byggð á því að ekki hefði verið gert nægilega vel grein fyrir hegðun Carter sem leiddi til sjálfsvígs Roy á sínum tíma. Hegðun hennar væri sérhlífin og skorti alla samkennd. Lögmaður Carter hefur ekki tjáð sig um málið en í svari fangelsisins við fyrirspurn Buzzfeed kemur fram að Carter sé „fyrirmyndarfangi“ og væri kurteis við starfsmenn og aðra fanga.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. 7. júní 2017 11:45 Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44 Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. 7. júní 2017 11:45
Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs Tvítug kona í Bandaríkjunum var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn til að svipta sig lífi fyrir þremur árum. 3. ágúst 2017 23:44
Dæmd fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs en ber nú fyrir sig málfrelsi Lögmenn Michelle Carter, bandarískrar konu sem hlaut dóm fyrir að hvetja kærasta sinn til að fremja sjálfsvíg, hafa áfrýjað dómnum. 15. júlí 2018 22:12