Inter varð af mikilvægum stigum í Meistaradeildinni í vikunni er liðið gerð 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli og voru það mikil vonbrigði.
Leikmenn liðsins eru sagðir hafa lent í hörku rifrildi eftir leikinn en þar áttust við Romelu Lukaku og Marcelo Brozovic. Þeir bættu það hins vegar upp í kvöld.
Marcelo Brozovic kom Inter yfir á 49. mínútu og á 78. mínútu var það Romelu Lukaku sem tvöfaldaði forystuna. Lokatölur 2-0.
First Milan derby.
First Milan derby goal. pic.twitter.com/xxmwYthC8E
— Squawka News (@SquawkaNews) September 21, 2019
Inter er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar en AC Milan er með sex stig eftir leikina fjóra.