Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2019 20:30 Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við fréttamenn í Svartsengi í dag. Finnur Beck, starfandi forstjóri HS Orku, til vinstri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan. Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan.
Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57