Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 16:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. „Þessar bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að koma í veg fyrir aðgang hryðjuverkamanna að suðurhluta landamæra Tyrklands og í framhaldinu heldur Tyrklands forseti fram þeirri firru að með innrásinni munu Tyrkir varðveita landfræðilegt fullveldi Sýrlands og frelsa íbúa landsins frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Þórhildur Sunna undir liðnum um störf þingsins í dag.Sjá einnig: Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Sagði hún innrásina vera glæp gegn friði sem gangi gegn grundvallarlögum þjóðaréttar. „Ég kalla á það að ríkisstjórnin, sér í lagi hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og hæstvirtur utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, lýsi því yfir hið fyrsta,“ sagði Þórhildur Sunna. Vísaði hún í því sambandi til þess að í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og í dómum Alþjóðadómstólsins í Haag sé það túlkað sem glæpur ef að fullvalda ríki ræðst inn í annað fullvalda ríki án aðkomu eða samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nema ef um sjálfsvörn sé að ræða. „Sú vörn á augljóslega ekki við í þessu tilfelli. Ég kalla eftir því að hæstvirtur ráðherra kalli þessa innrás réttu nafni. Það er að segja glæp gegn friði, ólögmæta innrás,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Píratar Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. „Þessar bandalagsþjóðir okkar í NATO eru að koma í veg fyrir aðgang hryðjuverkamanna að suðurhluta landamæra Tyrklands og í framhaldinu heldur Tyrklands forseti fram þeirri firru að með innrásinni munu Tyrkir varðveita landfræðilegt fullveldi Sýrlands og frelsa íbúa landsins frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Þórhildur Sunna undir liðnum um störf þingsins í dag.Sjá einnig: Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Sagði hún innrásina vera glæp gegn friði sem gangi gegn grundvallarlögum þjóðaréttar. „Ég kalla á það að ríkisstjórnin, sér í lagi hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og hæstvirtur utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, lýsi því yfir hið fyrsta,“ sagði Þórhildur Sunna. Vísaði hún í því sambandi til þess að í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og í dómum Alþjóðadómstólsins í Haag sé það túlkað sem glæpur ef að fullvalda ríki ræðst inn í annað fullvalda ríki án aðkomu eða samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nema ef um sjálfsvörn sé að ræða. „Sú vörn á augljóslega ekki við í þessu tilfelli. Ég kalla eftir því að hæstvirtur ráðherra kalli þessa innrás réttu nafni. Það er að segja glæp gegn friði, ólögmæta innrás,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Píratar Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira