„Eldstöðin er að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2019 12:52 Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Náttúruvársérfræðingur segir að aukin skjálftavirkni í Heklu þurfi ekki endilega að vera fyrirboði goss en Veðurstofa Íslands hefur nýlega stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni við eldstöðina en hið nýja vöktunarkerfi sýnir fleiri og minni skjálfta. Vísir/vilhelm Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Tíu jarðskjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tvemur sólarhringum. Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart. Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Aukin skjálftavirkni þarf þó ekki endilega að þýða að Hekla muni gjósa í bráð að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hekla er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Aukin skjálftavirkni hefur verið í fjallinu frá því í gærmorgun en skjálftarnir hafa þó verið tiltölulega litlir og flestir innan við einn að stærð. „Þetta hófst snemma í gærmorgunn, á milli þrjú og fjögur en síðan þá hafa mælst tíu skjálftar í heklu og þar af eru þrír sem eru stærri en einn að stærð og stærsti er 1,5,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Síðast mældist skjálfti í nótt, hann var 0.8 að stærð.Hvaða þýðir þessi aukna virkni?Þetta náttúrulega þýðir að eldstöðin er að minna á sig, sýna að hún sé lifandi. Við höfum stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni eldstöðvarinnar þannig að núna erum við í rauninni að sjá fleiri og minni skjálfta en við höfum gert áður þannig að við erum enn að læra inn á þetta nýja kerfi og hvað þetta þýðir.En eru líkur á gosi?Eins og staðan er núna þá sjáum við ekkert annað heldur en þessa litlu aukingu í skjálftum. Við erum með gasmæla og aflögunarmæla í nágrenni við fjallið. Við höfum ekki séð neinar aðrar breytingar heldur en þetta þannig að svö stöddu er ekkert sem bendir til þess akkúrat núna.“ Skjálftavirkni er ekki óeðlileg í Heklu en það sem vekur athygli er hversu stutt millibil er á skjálftunum. Jú, það er ekki mjög oft sem við höfum verið að mæla þetta marga skjálfta á sama sólarhringnum. Það hefur alveg komið fyrir en það er ekki það mikil skjálftavirkni í Heklu, samanborið við aðrar eldstöðvar, svona þessar virku, eins og Bárðarbungu. Segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Haft var samband við almannavarnir í gær og almannavarnir upplýsa viðbragðsaðila um stöðuna hverju sinni.Tíu skjálftar hafa mælst í Heklu á innan við tveimur sólarhringum. Flestir skjálftarnir eru þó innan við einn að stærð.Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Tengdar fréttir Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma. 8. október 2019 23:36