Innlent

Almannavarnir og Isavia látin vita af óróleika í Heklu

Samúel Karl Ólason skrifar
Síðast gaus í Heklu árið 2000.
Síðast gaus í Heklu árið 2000. Fréttablaðið/Vilhelm
Veðurstofa Íslands hefur látið Almannavarnir og Isavia vita af óróleika í Heklu. Sex jarðskjálftar hafa mælst þar frá síðustu nótt. Þeir voru litlir en þó þykir óvenjulegt að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma.

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þar er haft eftir Kristínu Jónsdóttur, fagstjóra jarðvár, sérfræðingar hafi ekki miklar áhyggjur, eins og er.



Næmni mælanets í kringum Heklu hafi aukist og nú sé hægt að sjá mun fleiri skjálfta en áður. Hún segir það mikilvægt skref varðandi vöktun eldfjallsins en síðast gaus þar árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×