WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 23:32 Michele Ballarin mætti með fjólulbláan varalit og augnskugga á blaðamannafundinn í upphafi september. Vísir/Baldur Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. Allt verði komið á fullt hjá flugfélaginu í desember. Þetta kemur fram hjá vefmiðlinum FlightGlobal sem vísar í svör Ballarin við fyrirspurn miðilsins. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september og kynnti áform um endurreisn WOW air. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert hefur frést af miðasölu síðan fyrr en nú. Eins og Vísir greindi frá hefur Ballarin keypt eignir úr þrotabúi WOW air fyrir fimmtíu milljónir króna. Í frétt FlightGlobal kemur fram að Ballarin svari engum upplýsingum um leiðarkerfi eða áætlanir flugfélagsins. Raunar hafi engin frekari svör fengist en áætlaðar tímasetningar eins og fram hefur komið. „WOW air ætlar að vera komið á fullt í desember eftir að miðar fara á sölu í nóvember,“ segir í yfirlýsingunni frá USAerospace sem Ballarin er í forsvari fyrir. Vísað er til breytinga á flugvélamarkaðnum undanfarnar vikur sem hafi gert það að verkum að USAerospace sé að endurmeta möguleika sína með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi. Meðal lággjaldaflugfélaga sem hafa horfið af markðanum undanfarið má nefna Thomas Cook, XL Airways í Frakklandi og Adria Airways. Talsmaður Dulles flugvallar í Washington tjáði FlightGlobal að fulltrúar flugvallarins hefðu fundað með forsvarsmönnum hins endurreista WOW air í ágúst. Síðan þá hefði ekkert heyrst frá þeim. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. Allt verði komið á fullt hjá flugfélaginu í desember. Þetta kemur fram hjá vefmiðlinum FlightGlobal sem vísar í svör Ballarin við fyrirspurn miðilsins. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september og kynnti áform um endurreisn WOW air. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert hefur frést af miðasölu síðan fyrr en nú. Eins og Vísir greindi frá hefur Ballarin keypt eignir úr þrotabúi WOW air fyrir fimmtíu milljónir króna. Í frétt FlightGlobal kemur fram að Ballarin svari engum upplýsingum um leiðarkerfi eða áætlanir flugfélagsins. Raunar hafi engin frekari svör fengist en áætlaðar tímasetningar eins og fram hefur komið. „WOW air ætlar að vera komið á fullt í desember eftir að miðar fara á sölu í nóvember,“ segir í yfirlýsingunni frá USAerospace sem Ballarin er í forsvari fyrir. Vísað er til breytinga á flugvélamarkaðnum undanfarnar vikur sem hafi gert það að verkum að USAerospace sé að endurmeta möguleika sína með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi. Meðal lággjaldaflugfélaga sem hafa horfið af markðanum undanfarið má nefna Thomas Cook, XL Airways í Frakklandi og Adria Airways. Talsmaður Dulles flugvallar í Washington tjáði FlightGlobal að fulltrúar flugvallarins hefðu fundað með forsvarsmönnum hins endurreista WOW air í ágúst. Síðan þá hefði ekkert heyrst frá þeim.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira