„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í kvöld. „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira