Körfubolti

Einn úrvalsdeildarslagur í bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stjarnan á titil að verja.
Stjarnan á titil að verja. vísir/bára
Nú í hádeginu var dregið í 32-liða úrslit í bikarkeppni KKÍ, Geysis-bikarnum, hjá körlunum.

Reyndar er nær að tala um 20-liða úrslit því 26 lið eru skráð til leiks og munu sex lið sitja hjá í þessari fyrstu umferð. Það var aftur á móti dregið í tíu viðureignir.

Stærsti leikur umferðinnar er viðureign Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn. Margir munu svo eflaust hafa gaman af viðureign KR Bumbunnar og Álftaness.

Stórlið eins og KR og Stjarnan sitja hjá í fyrstu umferðinni og geta því haft það náðugt.

Leikirnir fara fram í byrjun nóvember.

Drátturinn:

KR b - Álftanes

Höttur - Njarðvík

Hamar - Grindavík

Selfoss - Tindastóll

Þór Ak. b - Keflavík

Breiðablik - ÍR

Skallagrímur - Sindri

Reynir Sandgerði - ÍA

Haukar - Þór Þ.

Snæfell - Þór Ak.

Sitja hjá og eru komin í 16-liða úrslit:

Fjölnir

Ármann

Valur

KR

Stjarnan

Vestri






Fleiri fréttir

Sjá meira


×