Kristinn hættir á toppnum hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. október 2019 13:00 Kristinn með stóra bikarinn. mynd/kr Knattspyrnudeild KR mun fá nýjan formann á næsta ári því Kristinn Kjærnested hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa unnið fyrir deildina í 20 ár. Kristinn tilkynnti um þessa ákvörðun sína í dag en aðalfundur knattspyrnudeildar verður í febrúar. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kristins:Kæru KR-ingar,Ótrúlegu tímabili er nýlokið hvar við jöfnuðum í karlaboltanum okkar eigið stigamet (ásamt Stjörnunni) og settum um leið nýtt met með því að vinna mótið með 14 stiga mun sem aldrei áður hefur gerst í 12 liða deild. Algjörlega frábær árangur hjá strákunum.Stelpurnar voru svo aðeins hársbreidd frá bikarmeistartitli.3. flokkur karla landaði Íslandsmeistaratitli með 5-1 stórsigri gegn Fjölni. Framtíðin er björt.Að því sögðu vil ég tilkynna að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi knattspyrnudeildar KR sem verður í febrúar á næsta ári.Ég hóf stjórnunarstörf mín fyrir KR á 100 ára afmæli okkar árið 1999. Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið draumi líkust og tilfinningin ólýsanleg það herrans ár er báðir meistaraflokkarnir unnu tvöfalt.Nú 20 árum síðar fögnum við svo mögnuðu afreki strákanna. Eftir eyðirmerkurgönguna löngu datt í hús um daginn 7. Íslandsmeistaratitillinn frá aldarafmæli félagsins. Bikartitlarnir frá sama tímamarki eru einnig nokkrir, eða 5 talsins. Ég er stoltur að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri vegferð og gríðarlega þakklátur að mér hafi verið treyst fyrir formennsku frá árinu 2008.Þakkir miklar sendi ég fjölskyldunni minni, öllum vinum mínum í KR, kollegum sem hafa verið með mér í stjórn deildarinnar, starfsfólki, þjálfurum, leikmönnum, mökum og öllum þeim stórkostlegu sjálfboðaliðum KR sem alltaf er hægt að treysta á og leita til. Við erum ein stór fjölskylda. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmiðlamönnum sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina fyrir afar ánægjuleg samskipti. Samstarfsaðilum og velunnurum knattspyrnudeildar KR færi ég mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.Risa þakkir fá svo okkar stórkostlegu stuðningsmenn og áhorfendur sem alltaf mæta og hvetja lið okkar í gegnum súrt og sætt.Að lokum vil ég þakka yfirmanni mínum Birni Einarssyni hjá TVG-Zimsen fyrir stuðning og skilning í gegnum tíðina.TAKK KR !Íslandsmeistarakveðja,Kiddi Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Knattspyrnudeild KR mun fá nýjan formann á næsta ári því Kristinn Kjærnested hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa unnið fyrir deildina í 20 ár. Kristinn tilkynnti um þessa ákvörðun sína í dag en aðalfundur knattspyrnudeildar verður í febrúar. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kristins:Kæru KR-ingar,Ótrúlegu tímabili er nýlokið hvar við jöfnuðum í karlaboltanum okkar eigið stigamet (ásamt Stjörnunni) og settum um leið nýtt met með því að vinna mótið með 14 stiga mun sem aldrei áður hefur gerst í 12 liða deild. Algjörlega frábær árangur hjá strákunum.Stelpurnar voru svo aðeins hársbreidd frá bikarmeistartitli.3. flokkur karla landaði Íslandsmeistaratitli með 5-1 stórsigri gegn Fjölni. Framtíðin er björt.Að því sögðu vil ég tilkynna að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi knattspyrnudeildar KR sem verður í febrúar á næsta ári.Ég hóf stjórnunarstörf mín fyrir KR á 100 ára afmæli okkar árið 1999. Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið draumi líkust og tilfinningin ólýsanleg það herrans ár er báðir meistaraflokkarnir unnu tvöfalt.Nú 20 árum síðar fögnum við svo mögnuðu afreki strákanna. Eftir eyðirmerkurgönguna löngu datt í hús um daginn 7. Íslandsmeistaratitillinn frá aldarafmæli félagsins. Bikartitlarnir frá sama tímamarki eru einnig nokkrir, eða 5 talsins. Ég er stoltur að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri vegferð og gríðarlega þakklátur að mér hafi verið treyst fyrir formennsku frá árinu 2008.Þakkir miklar sendi ég fjölskyldunni minni, öllum vinum mínum í KR, kollegum sem hafa verið með mér í stjórn deildarinnar, starfsfólki, þjálfurum, leikmönnum, mökum og öllum þeim stórkostlegu sjálfboðaliðum KR sem alltaf er hægt að treysta á og leita til. Við erum ein stór fjölskylda. Einnig vil ég þakka öllum þeim fjölmiðlamönnum sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina fyrir afar ánægjuleg samskipti. Samstarfsaðilum og velunnurum knattspyrnudeildar KR færi ég mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.Risa þakkir fá svo okkar stórkostlegu stuðningsmenn og áhorfendur sem alltaf mæta og hvetja lið okkar í gegnum súrt og sætt.Að lokum vil ég þakka yfirmanni mínum Birni Einarssyni hjá TVG-Zimsen fyrir stuðning og skilning í gegnum tíðina.TAKK KR !Íslandsmeistarakveðja,Kiddi
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira