
Sigurhæðir og Matthías
Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. Sum eru fædd í „höfuðstað hins bjarta Norðurs“, önnur komu til bæjarins á fullorðinsárum og settust þar að, og enn önnur dvöldust þar aðeins skamma hríð, en skildu eftir sig ljóð, myndir og minningar. Í þessum hópi eru um fimmtíu skáld. Mætti því kalla bæinn „skáldabæinn Akureyri“. Eitt skáld kom iðulega til Akureyrar, en hafði þar aldrei fasta búsetu, listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, sem fór um Akureyri á ferðum sínum til og frá æskuheimili sínu á Steinsstöðum í Öxnadal. Séra Matthías Jochumsson fluttist til Akureyrar árið 1886 og lifði þar til dauðadags 18. nóvember 1920 og skildi þar eftir sig spor, sem enn hefur ekki fennt í. Matthías átti oft erfitt, allt frá bernskudögum fram á elliár, barðist við þunglyndi og efasemdir í trúmálum, eins og víða kemur fram í kvæðum hans. Af sögu hans má margt læra. Meðal annars getur ungt fólk lært margt af sögu hans – einnig við sem eldri erum.
Stjórn Akureyrarstofu hefur nú ákveðið að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins, að húsið Sigurhæðir verði sett í sölu, þótt málið hafi hvorki verið rætt í bæjarstjórn né bæjarráði. Hins vegar verði sögu hússins og sögu Matthíasar Jochumssonar gerð skil með öðum hætti, „til dæmis með söguskilti“ – ég endurtek: „með söguskilti“. Þetta er ekki sæmandi. Formælandi Akureyrarstofu færir þau rök ein fyrir hugmyndinni, að stígur frá kirkjutröppunum sé ekki fær fyrir fatlaða eða fólk sem á erfitt með gang – „ekki síst á snjóþungum dögum“.
Furðulegt er að lesa þetta: selja Sigurhæðir, þótt málið hafi ekki verið rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði, en sögu Matthíasar gerð skil með söguskilti. Forysta í skáldabænum, skóla- og menningarbænum Akureyri getur ekki verið þekkt fyrir slíkt og þvílíkt. Það finnast leiðir, ef ráðamenn vilja hugsa málið frá upphafi til enda og vilja standa sína plikt gagnvart sögu bæjarins og menningu. Svo kann líka að vera að leiðin að Sigurhæðum eigi ekki að vera auðgengin, hvorki ungum né öldnum, fötluðum né fólki sem á erfitt með gang. Leið Matthíasar Jochumssonar gegnum lífið var heldur ekki auðveld.
Höfundur er fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Skoðun

Vanþekking eða vísvitandi blekkingar?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„I believe the children are our future…“
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Allt sem ég þarf að gera
Dagbjartur Kristjánsson skrifar

Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB)
Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar

Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa!
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Notkun ökklabanda
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Skólaskætingur
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni
Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar

Ný sókn í menntamálum
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir?
Viðar Hreinsson skrifar

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Öndum rólega – á meðan húsið brennur
Magnús Magnússon skrifar