Sprenging í verslun Íslendinga með notuð föt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 19:18 Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún. Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún.
Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira