Verslun

Fréttamynd

Macland gjald­þrota: „Bruninn fór með þetta“

Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn segir brunann í Kringlunni hafa gert út af við reksturinn. Starfsmenn hafi þegar fengið laun greidd og hann vonist til þess að birgjar fái sitt út úr þrotabúinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­skiljan­legt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfis­verslun

Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði.

Neytendur
Fréttamynd

Búðar­hnupl aukist um sjö­tíu pró­sent

Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.

Innlent
Fréttamynd

Best að sleppa á­fenginu al­veg

Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. 

Innlent
Fréttamynd

Verð enn lægst í Prís

Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7 prósent í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Verðlag hefur hækkað í Bónus um 1,8 prósent frá desember, og verð mælist sem fyrr lægst í Prís.

Neytendur
Fréttamynd

Viðsnúningur í rekstri INNO gæti skilað hlut­höfum SKEL „miklum á­vinningi“

Það þarf ákaflega lítinn bata í rekstri belgísku verslunarkeðjunnar INNO, sem SKEL keypti á liðnu ári ásamt sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, til að það skili sér í margföldun á hlutafjárvirði þess í bókum fjárfestingafélagsins, að mati hlutabréfagreinanda. Virði óskráðra eigna er lítillega vanmetið í reikningum SKEL og verðmatsgengi á félaginu er talsvert yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu.

Innherji
Fréttamynd

Jóna Dóra til Hag­kaups

Jóna Dóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr vöruflæðis-og birgðastjóri Hagkaups. Meginhlutverk starfsins er að tryggja áreiðanleika upplýsinga í birgða- og innkaupakerfum Hagkaups. Vöruflæðis- og birgðastjóri starfar þvert á deildir fyrirtækisins. Hún hefur þegar hafið störf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mat­vöru­verð tekur stökk upp á við

Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði.

Neytendur
Fréttamynd

Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein

Viðskiptakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er orðin eini eigandinn að Extraloppunni eftir að hún keypti út hjónin Andra Jónsson og Guðríði Gunnlaugsdóttur sem hafa átt fyrirtækið á móti Brynju frá stofnun fyrirtækisins árið 2019. Brynja þakkar þeim Andra og Guðríði fyrir samstarfið síðustu árin og segir margt spennandi framundan hjá fyrirtækinu, meðal annars er nýtt app á leiðinni sem muni auka þjónustu við viðskiptavinir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festar tóku vel í upp­gjör Festi

Hagnaður Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, á fjórða ársfjórðungi 2024 dróst umtalsvert saman milli ára. Það er einna helst að rekja til 750 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna samkeppnislagabrota. Hagnaður var þó talsvert meiri árið 2024 en árið á undan. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði umtalsvert í miklum viðskiptum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni

Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Neytendur
Fréttamynd

Mayoral til Ís­lands

Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pá­lína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum

Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra.

Innlent