Esbjerg er að leita að nýjum þjálfara eftir að hafa rekið John Lammers eftir erfiða byrjun á nýrri leiktíð en Esbjerg endaði í 3. sæti dönsku deildarinnar á síðustu leiktíð.
Samkvæmt heimildum Ekstra Bladet vildu Esbjerg-menn ráða FH-inginn en hann á að hafa sagt nei við því tilboði.
Avis: Olafur Kristjansson afviser Esbjerg https://t.co/UtrA0p2dQ4
— bold.dk (@bolddk) October 7, 2019
Ástæðan er talin sú að Ólafur á að hafa viljað setja sínar fingur á hvernig leikmannahópurinn líti út sem og þjálfarateymið en það hafi ekki verið í boði.
Allt bendir því til að Ólafur verði áfram í stjórastólnum hjá FH sem er aftur komið í Evrópukeppni eftir að hafa endað í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á nýlokinni leiktíð.