Fyrsta tap Chiefs | Green Bay á flugi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2019 10:00 Mahomes var loksins sigraður í nótt. vísir/getty Öllum að óvörum tapaði Kansas City Chiefs í nótt á heimavelli fyrir Indianapolis Colts. Kansas er því ekki lengur með fullt hús í NFL-deildinni. Það eru aðeins New England Patriots og San Francisco 49ers sem eru núna með fullt hús en 49ers er reyndar aðeins búið að spila þrjá leiki en Patriots fimm. Denver Broncos vann sinn fyrsta leik um helgina sem og Arizona Cardinals. Einu liðin sem hafa ekki unnið leik eru Washington Redskins, Cincinnati Bengals og Miami Dolphins. Sterk vörn og góður hlaupaleikur lagði grunninn að sigri Colts gegn Chiefs í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, endaði með 320 jarda og aðeins eina snertimarkssendingu sem þykir ekki mikið á þeim bænum.FINAL: @Colts take down the Chiefs! #INDvsKC#Colts (by @Lexus) pic.twitter.com/3lJTb3eqcS — NFL (@NFL) October 7, 2019 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, er nánast alltaf góður gegn Dallas Cowboys og það breyttist ekkert í gær. Packers gjörsamlega keyrði yfir Kúrekana og komst í 31-3. Þá fór liðið að slaka fullmikið á og gaf Kúrekunum von. Leikstjórnandi þeirra, Dak Prescott, kastaði boltanum aftur á móti þrisvar í hendur andstæðinganna og það reyndist of stór biti. Packers er 4-1 en Cowboys 3-2. Hlaupari Packers, Aaron Jones, átti leik lífs síns og skoraði fjögur snertimörk. Það er jöfnun á félagsmeti.FINAL: Aaron Jones' four TDs lead the @packers to a big road win! #GoPackGo#GBvsDALpic.twitter.com/OCoBQAwyuE — NFL (@NFL) October 7, 2019 Meistarar New England Patriots hafa byrjað leiktíðina fullkomlega og Washington Redskins var engin hindrun fyrir Tom Brady og félaga. Brady náði enn einum áfanganum á sínum ferli í þessum leik er hann komst upp fyrir Brett Favre og í þriðja sætið yfir þá leikstjórnendur sem hafa kastað lengst á ferlinum.FINAL: The @Patriots stay perfect! #NEvsWASpic.twitter.com/nPZEMFoPVl — NFL (@NFL) October 6, 2019Úrslit: Kansas City-Indianapolis 13-19 Carolina-Jacksonville 34-27 Cincinnati-Arizona 23-26 Houston-Atlanta 53-32 New Orleans-Tampa Bay 31-24 NY Giants-Minnesota 10-28 Oakland-Chicago 24-21 Philadelphia-NY Jets 31-6 Pittsburgh-Baltimore 23-26 Tennessee-Buffalo 7-14 Washington-New England 7-33 LA Chargers-Denver 13-20 Dallas-Green Bay 24-34Í nótt: San Francisco - ClevelandStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Sjá meira
Öllum að óvörum tapaði Kansas City Chiefs í nótt á heimavelli fyrir Indianapolis Colts. Kansas er því ekki lengur með fullt hús í NFL-deildinni. Það eru aðeins New England Patriots og San Francisco 49ers sem eru núna með fullt hús en 49ers er reyndar aðeins búið að spila þrjá leiki en Patriots fimm. Denver Broncos vann sinn fyrsta leik um helgina sem og Arizona Cardinals. Einu liðin sem hafa ekki unnið leik eru Washington Redskins, Cincinnati Bengals og Miami Dolphins. Sterk vörn og góður hlaupaleikur lagði grunninn að sigri Colts gegn Chiefs í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, endaði með 320 jarda og aðeins eina snertimarkssendingu sem þykir ekki mikið á þeim bænum.FINAL: @Colts take down the Chiefs! #INDvsKC#Colts (by @Lexus) pic.twitter.com/3lJTb3eqcS — NFL (@NFL) October 7, 2019 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, er nánast alltaf góður gegn Dallas Cowboys og það breyttist ekkert í gær. Packers gjörsamlega keyrði yfir Kúrekana og komst í 31-3. Þá fór liðið að slaka fullmikið á og gaf Kúrekunum von. Leikstjórnandi þeirra, Dak Prescott, kastaði boltanum aftur á móti þrisvar í hendur andstæðinganna og það reyndist of stór biti. Packers er 4-1 en Cowboys 3-2. Hlaupari Packers, Aaron Jones, átti leik lífs síns og skoraði fjögur snertimörk. Það er jöfnun á félagsmeti.FINAL: Aaron Jones' four TDs lead the @packers to a big road win! #GoPackGo#GBvsDALpic.twitter.com/OCoBQAwyuE — NFL (@NFL) October 7, 2019 Meistarar New England Patriots hafa byrjað leiktíðina fullkomlega og Washington Redskins var engin hindrun fyrir Tom Brady og félaga. Brady náði enn einum áfanganum á sínum ferli í þessum leik er hann komst upp fyrir Brett Favre og í þriðja sætið yfir þá leikstjórnendur sem hafa kastað lengst á ferlinum.FINAL: The @Patriots stay perfect! #NEvsWASpic.twitter.com/nPZEMFoPVl — NFL (@NFL) October 6, 2019Úrslit: Kansas City-Indianapolis 13-19 Carolina-Jacksonville 34-27 Cincinnati-Arizona 23-26 Houston-Atlanta 53-32 New Orleans-Tampa Bay 31-24 NY Giants-Minnesota 10-28 Oakland-Chicago 24-21 Philadelphia-NY Jets 31-6 Pittsburgh-Baltimore 23-26 Tennessee-Buffalo 7-14 Washington-New England 7-33 LA Chargers-Denver 13-20 Dallas-Green Bay 24-34Í nótt: San Francisco - ClevelandStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Sjá meira