Að hafa kjark og dug Lára G. Sigurðardóttir skrifar 7. október 2019 07:00 Asbest var lengi álitið afbragðs einangrunar- og byggingarefni. Um 1935 var orðið ljóst að þeim sem vinna við asbest er hættara við lungnasjúkdómum sem koma fram á 10-15 árum. Þrátt fyrir það liðu sjötíu ár þar til allsherjarbann við notkun asbests gekk í gildi árið 2005. Lungun eru í lykilhlutverki. Á hverjum sólarhring andar þú meira en 4.000 lítrum af andrúmslofti. Ummál lungna er á við tennisvöll sem sýnir hversu gríðarlega mikilvægt er fyrir líkamann að fá nægt súrefni. Ef lungnablöðrurnar eyðileggjast þá kafnar viðkomandi. Nú er kominn fram nýr lungnasjúkdómur með þekkta orsök. Rafsígarettur hafa valdið skaða á lungnablöðrum ófárra unglinga. Það vekur óhug þar sem um 15% barna í tíunda bekk reykja rafsígarettur samkvæmt nýrri skýrslu. Þetta hlutfall gæti verið hærra því einhverjir þora ekki að segja rétt frá. Unglingar eru á viðkvæmu þroskaskeiði. Á sama tíma og þeir eru að undirbúa sjálfstæði sitt er þeim hættara við að taka ákvarðanir út frá hvatvísi því framheili þeirra tekur síðast út þroska. Taugafrumur heilans eru ekki fullvíraðar sem gerir þeim auk þess hættara við að ánetjast fíkniefnum. Nú heyrum við að yfirvöld vilji skoða reglur um sölu á rafsígarettum. Erum við að fara í annað asbestferli þar sem málið mun taka áratugi áður en almennilega er tekið á þessu? Í San Francisco er búið að banna sölu á rafsígarettum. Það má fara milliveg og selja einungis rafsígarettur í apótekum sem tól til að hætta sígarettureykingum, enda voru þær upphaflega ætlaðar til þess. Sveitarfélög geta tekið á þessum málum ef Alþingi hefur hvorki kjark né dug til að afstýra þessu lýðheilsuslysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Asbest var lengi álitið afbragðs einangrunar- og byggingarefni. Um 1935 var orðið ljóst að þeim sem vinna við asbest er hættara við lungnasjúkdómum sem koma fram á 10-15 árum. Þrátt fyrir það liðu sjötíu ár þar til allsherjarbann við notkun asbests gekk í gildi árið 2005. Lungun eru í lykilhlutverki. Á hverjum sólarhring andar þú meira en 4.000 lítrum af andrúmslofti. Ummál lungna er á við tennisvöll sem sýnir hversu gríðarlega mikilvægt er fyrir líkamann að fá nægt súrefni. Ef lungnablöðrurnar eyðileggjast þá kafnar viðkomandi. Nú er kominn fram nýr lungnasjúkdómur með þekkta orsök. Rafsígarettur hafa valdið skaða á lungnablöðrum ófárra unglinga. Það vekur óhug þar sem um 15% barna í tíunda bekk reykja rafsígarettur samkvæmt nýrri skýrslu. Þetta hlutfall gæti verið hærra því einhverjir þora ekki að segja rétt frá. Unglingar eru á viðkvæmu þroskaskeiði. Á sama tíma og þeir eru að undirbúa sjálfstæði sitt er þeim hættara við að taka ákvarðanir út frá hvatvísi því framheili þeirra tekur síðast út þroska. Taugafrumur heilans eru ekki fullvíraðar sem gerir þeim auk þess hættara við að ánetjast fíkniefnum. Nú heyrum við að yfirvöld vilji skoða reglur um sölu á rafsígarettum. Erum við að fara í annað asbestferli þar sem málið mun taka áratugi áður en almennilega er tekið á þessu? Í San Francisco er búið að banna sölu á rafsígarettum. Það má fara milliveg og selja einungis rafsígarettur í apótekum sem tól til að hætta sígarettureykingum, enda voru þær upphaflega ætlaðar til þess. Sveitarfélög geta tekið á þessum málum ef Alþingi hefur hvorki kjark né dug til að afstýra þessu lýðheilsuslysi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar