Enn á ný er kosið í Túnis Davíð Stefánsson skrifar 5. október 2019 08:23 Kjósandi virðir fyrir sé langa framboðslista í höfuðborg Túnis í gær. Milljónir Túnisbúa kjósa til þings á sunnudag. Vísir/getty Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing. Það verða aðrar af þrennum kosningum í haust. Nýlokið er fyrri umferð forsetakosninga og fram undan er kjör í seinni umferð. Kosningaþreytu er farið að gæta í þessu eina lýðræðislega ríki Arabaheimsins. Kosningarnar hafa fallið í skugga síðari umferðar forsetakosninga sem verða haldnar viku síðar. Í þeirri lokakeppni takast á tveir nýliðar: Kais Saied, lögfræðingur sem hefur viðurnefnið „vélmennið“ vegna stífrar framkomu, og Nabil Karoui, sem er auðugur fjölmiðlamaður. Þingkosningarnar eru mikilvægari en forsetakjör, þar sem dregið var úr völdum forsetans í nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var í kjölfar byltingarinnar. Meira en 15.000 frambjóðendur keppa um 217 þingsæti. Líkt og víðar eru kjósendur þreyttir á ríkjandi öf lum og því eru óvenjumargir óháðir frambjóðendur. Fram undan eru næg verkefni fyrir nýtt þing þessa 11 milljón manna ríkis. Aðgerða er þörf gegn verulegri stöðnun í efnahagslífi. Þegar Túnisbúar komu Zein alAbidine Ben Ali forseta og einræðisherra frá, fengu þeir ríkisstjórn sem átti að skila landinu frelsi, lýðræði og byggja upp innviði og efnahag. Nú átta árum síðar hafa þeir frelsi og lýðræði, en betri efnahagur lætur á sér standa. Atvinnuleysi er um 15 prósent. Kjósendur eru þó ekki mjög áhugasamir. Kjörsókn í fyrstu umferð forsetakosninganna í september var einungis 45%. Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing. Það verða aðrar af þrennum kosningum í haust. Nýlokið er fyrri umferð forsetakosninga og fram undan er kjör í seinni umferð. Kosningaþreytu er farið að gæta í þessu eina lýðræðislega ríki Arabaheimsins. Kosningarnar hafa fallið í skugga síðari umferðar forsetakosninga sem verða haldnar viku síðar. Í þeirri lokakeppni takast á tveir nýliðar: Kais Saied, lögfræðingur sem hefur viðurnefnið „vélmennið“ vegna stífrar framkomu, og Nabil Karoui, sem er auðugur fjölmiðlamaður. Þingkosningarnar eru mikilvægari en forsetakjör, þar sem dregið var úr völdum forsetans í nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var í kjölfar byltingarinnar. Meira en 15.000 frambjóðendur keppa um 217 þingsæti. Líkt og víðar eru kjósendur þreyttir á ríkjandi öf lum og því eru óvenjumargir óháðir frambjóðendur. Fram undan eru næg verkefni fyrir nýtt þing þessa 11 milljón manna ríkis. Aðgerða er þörf gegn verulegri stöðnun í efnahagslífi. Þegar Túnisbúar komu Zein alAbidine Ben Ali forseta og einræðisherra frá, fengu þeir ríkisstjórn sem átti að skila landinu frelsi, lýðræði og byggja upp innviði og efnahag. Nú átta árum síðar hafa þeir frelsi og lýðræði, en betri efnahagur lætur á sér standa. Atvinnuleysi er um 15 prósent. Kjósendur eru þó ekki mjög áhugasamir. Kjörsókn í fyrstu umferð forsetakosninganna í september var einungis 45%.
Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira