Netverslun og lýðheilsa Andrés Magnússon skrifar 7. október 2019 10:00 Netviðskipti, hið nýja form viðskipta, vex hröðum skrefum hvarvetna í heiminum. Við Íslendingar förum ekki varhluta af þessari þróun, enn sífellt stærri hluti íslenskra neytenda kýs að gera viðskipti sín með þessum hætti. Í þessum viðskiptum er heimurinn allur eitt markaðssvæði, þar sem stór og þekkt alþjóðleg fyrirtæki á borð við Amazon og Alibaba, ná síaukinni markaðshlutdeild. Að sama skapi eiga þau fyrirtæki sem einkum starfa á heimamarkaði, undir högg að sækja í samkeppninni við hina stóru alþjóðlegu risa. Sú samkeppni mun að öllum líkindum aukast verulega á komandi árum. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun og óttast að hið mikla samkeppnisforskot sem hin stóru alþjóðlegu fyrirtæki hafa náð, komi til með að raska eðlilegri samkeppni. Slíkt muni á endanum koma niður á neytendum og eru það vissulega skiljanlegar áhyggjur. Það eru lítil sem engin takmörk á því hvaða vöru eða þjónustu hægt er að eiga viðskipti með á netinu. Hin vinsæla neysluvara, áfengi, er hér engin undantekning og fer sá hópur fólks sífellt stækkandi sem gerir innkaup sín á áfengi með þessum hætti. Samkeppnisstaða þeirra sem vilja selja íslenskum neytendum áfengi á netinu getur engan veginn talist jöfn. Eins og staðan er núna, er það einungis ríkisfyrirtækið Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins af innlendum fyrirtækjum, sem hefur heimild til slíks. Fyrir utan ÁTVR eru það erlendar netverslanir sem einar hafa möguleika á að selja íslenskum neytendum áfengi með þessum hætti. Dómsmálaráðherra hefur nú boðað að hún muni leggja fram frumvarp seinna í vetur, sem breyta mun þessu kerfi á þann veg, að innlendar netverslanir hafi heimild til netsölu með áfengi til jafns við erlendar. Sú breyting mun væntanlega bæta samkeppnisstöðu innlendrar netverslunar að einhverju marki. Það voru nokkrir sem stigu fram og lýstu andstöðu sinni við þessar breytingar af ótta við skaðvænlegar afleiðingar þeirra fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Erfitt er að koma auga á rökin fyrir slíku, þar sem hugsanleg áhrif á lýðheilsu yrðu þau sömu, hvort sem áfengið væri keypt í netverslun ÁTVR eða sambærilegri innlendri verslun sem ekki væri rekin af hinu opinbera.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Áfengi og tóbak Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Netviðskipti, hið nýja form viðskipta, vex hröðum skrefum hvarvetna í heiminum. Við Íslendingar förum ekki varhluta af þessari þróun, enn sífellt stærri hluti íslenskra neytenda kýs að gera viðskipti sín með þessum hætti. Í þessum viðskiptum er heimurinn allur eitt markaðssvæði, þar sem stór og þekkt alþjóðleg fyrirtæki á borð við Amazon og Alibaba, ná síaukinni markaðshlutdeild. Að sama skapi eiga þau fyrirtæki sem einkum starfa á heimamarkaði, undir högg að sækja í samkeppninni við hina stóru alþjóðlegu risa. Sú samkeppni mun að öllum líkindum aukast verulega á komandi árum. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun og óttast að hið mikla samkeppnisforskot sem hin stóru alþjóðlegu fyrirtæki hafa náð, komi til með að raska eðlilegri samkeppni. Slíkt muni á endanum koma niður á neytendum og eru það vissulega skiljanlegar áhyggjur. Það eru lítil sem engin takmörk á því hvaða vöru eða þjónustu hægt er að eiga viðskipti með á netinu. Hin vinsæla neysluvara, áfengi, er hér engin undantekning og fer sá hópur fólks sífellt stækkandi sem gerir innkaup sín á áfengi með þessum hætti. Samkeppnisstaða þeirra sem vilja selja íslenskum neytendum áfengi á netinu getur engan veginn talist jöfn. Eins og staðan er núna, er það einungis ríkisfyrirtækið Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins af innlendum fyrirtækjum, sem hefur heimild til slíks. Fyrir utan ÁTVR eru það erlendar netverslanir sem einar hafa möguleika á að selja íslenskum neytendum áfengi með þessum hætti. Dómsmálaráðherra hefur nú boðað að hún muni leggja fram frumvarp seinna í vetur, sem breyta mun þessu kerfi á þann veg, að innlendar netverslanir hafi heimild til netsölu með áfengi til jafns við erlendar. Sú breyting mun væntanlega bæta samkeppnisstöðu innlendrar netverslunar að einhverju marki. Það voru nokkrir sem stigu fram og lýstu andstöðu sinni við þessar breytingar af ótta við skaðvænlegar afleiðingar þeirra fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Erfitt er að koma auga á rökin fyrir slíku, þar sem hugsanleg áhrif á lýðheilsu yrðu þau sömu, hvort sem áfengið væri keypt í netverslun ÁTVR eða sambærilegri innlendri verslun sem ekki væri rekin af hinu opinbera.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar