Yfirvöld Hong Kong banna grímur Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 4. október 2019 08:28 Carrie Lam er hér fyrir miðju. AP/Kin Cheung Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. Þetta gerir hún í kjölfar mikilla mótmæla síðustu vikur og mánuði sem náðu hámarki á þriðjudaginn var, á sjötíu ára afmæli stjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Lam segir að ofbeldið sé að eyðileggja borgina og að yfirvöld geti ekki setið aðgerðarlaus hjá og horft á ástandið versna með hverjum deginum sem líður. Bannið á að taka gildi á laugardag en flestir þeirra sem taka þátt í mótmælunum hylja andlit sín, ekki síst af ótta við hefndaraðgerðir Kínverja.Sjá einnig: Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árásLagaákvæðið sem um ræðir er frá árinu 1922 en Bretar notuðu það til að brjóta niður verkfall sjómanna. Það var síðast notað árið 1967 og þá til að stöðva óeirðir. Neyðarlögin veita yfirvöldum Hong Kong umfangsmiklar heimildir. Áður en Lam tilkynnti ákvörðun sína gengu þúsundir grímuklæddra mótmælenda um götur Hong Kong og kölluðu: „Ég vil bera grímu“ og „Að bera grímu er ekki glæpur“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hong Kong Tengdar fréttir Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Áfram mótmælt eftir að ungmenni var skotið Þúsundir komu saman í Hong Kong. 2. október 2019 19:00 Skoða bann við grímum í Hong Kong og búist við neyðarlögum Stjórnmálamenn í Hong Kong takast nú á um frumvarp sem myndi banna fólki að hylja andlit sín. 3. október 2019 19:15 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. Þetta gerir hún í kjölfar mikilla mótmæla síðustu vikur og mánuði sem náðu hámarki á þriðjudaginn var, á sjötíu ára afmæli stjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Lam segir að ofbeldið sé að eyðileggja borgina og að yfirvöld geti ekki setið aðgerðarlaus hjá og horft á ástandið versna með hverjum deginum sem líður. Bannið á að taka gildi á laugardag en flestir þeirra sem taka þátt í mótmælunum hylja andlit sín, ekki síst af ótta við hefndaraðgerðir Kínverja.Sjá einnig: Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árásLagaákvæðið sem um ræðir er frá árinu 1922 en Bretar notuðu það til að brjóta niður verkfall sjómanna. Það var síðast notað árið 1967 og þá til að stöðva óeirðir. Neyðarlögin veita yfirvöldum Hong Kong umfangsmiklar heimildir. Áður en Lam tilkynnti ákvörðun sína gengu þúsundir grímuklæddra mótmælenda um götur Hong Kong og kölluðu: „Ég vil bera grímu“ og „Að bera grímu er ekki glæpur“, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Hong Kong Tengdar fréttir Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Áfram mótmælt eftir að ungmenni var skotið Þúsundir komu saman í Hong Kong. 2. október 2019 19:00 Skoða bann við grímum í Hong Kong og búist við neyðarlögum Stjórnmálamenn í Hong Kong takast nú á um frumvarp sem myndi banna fólki að hylja andlit sín. 3. október 2019 19:15 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55
Skoða bann við grímum í Hong Kong og búist við neyðarlögum Stjórnmálamenn í Hong Kong takast nú á um frumvarp sem myndi banna fólki að hylja andlit sín. 3. október 2019 19:15
Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49