Fórnarlömb skotárásarinnar í Las Vegas fá bætur frá hótelinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 18:08 Jason McMillan lamaðist í skotárásinni í Las Vegas Hann felldi tár þegar MGM Resorts stefndi um þúsund eftirlifendum og fjölskyldum til að fyrirbyggja að þær krefðust bóta í fyrra. Vísir/EPA Hótelkeðjan MGM Resorts hefur fallist á að greiða fórnarlömbum mannskæðrar skotárásar í Las Vegas fyrir tveimur árum að minnsta kosti 735 milljónir dollara, jafnvirði um 91 milljarðs íslenskra króna í miskabætur. Fjöldamorðinginn skaut á fólk á tónleikum frá hótelherbergi í eigu keðjunnar. Um 22.000 manns nutu sveitatónlistar á tónleikum á aðalgötunni í Las Vegas þegar karlmaður á sjötugsaldri lét byssukúlum rigna yfir mannfjöldann frá herbergi á Mandalay Bay-hótelinu 1. október árið 2017. Hann skaut 58 til bana og særði 422 til viðbótar áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Það var umfangsmesta fjöldamorð einstaklings með skotvopni í sögu Bandaríkjanna. Sáttin sem MGM Resorts hefur nú gert við fórnarlömbin er ekki játning fyrirtækisins á sök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Keðjan hafði áður stefnt fórnarlömbunum, að því er virðist til þess að koma í veg fyrir málshöfðun þeirra. „Við höfum alltaf talið að löng málaferli um þessi mál væru ekki neinum til hagsbóta,“ segir Jim Murren, stjórnarformaður MGM Resorts um sáttina. Bæturnar sem keðjan greiðir út er talin nema allt frá 735 til 800 milljóna dollara, alltaf eftir því hversu margir krefjast bóta úr hendi hennar. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá voðaverkinu liggur enn ekki fyrir hvað morðingjanum gekk til. Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hótelkeðjan MGM Resorts hefur fallist á að greiða fórnarlömbum mannskæðrar skotárásar í Las Vegas fyrir tveimur árum að minnsta kosti 735 milljónir dollara, jafnvirði um 91 milljarðs íslenskra króna í miskabætur. Fjöldamorðinginn skaut á fólk á tónleikum frá hótelherbergi í eigu keðjunnar. Um 22.000 manns nutu sveitatónlistar á tónleikum á aðalgötunni í Las Vegas þegar karlmaður á sjötugsaldri lét byssukúlum rigna yfir mannfjöldann frá herbergi á Mandalay Bay-hótelinu 1. október árið 2017. Hann skaut 58 til bana og særði 422 til viðbótar áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Það var umfangsmesta fjöldamorð einstaklings með skotvopni í sögu Bandaríkjanna. Sáttin sem MGM Resorts hefur nú gert við fórnarlömbin er ekki játning fyrirtækisins á sök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Keðjan hafði áður stefnt fórnarlömbunum, að því er virðist til þess að koma í veg fyrir málshöfðun þeirra. „Við höfum alltaf talið að löng málaferli um þessi mál væru ekki neinum til hagsbóta,“ segir Jim Murren, stjórnarformaður MGM Resorts um sáttina. Bæturnar sem keðjan greiðir út er talin nema allt frá 735 til 800 milljóna dollara, alltaf eftir því hversu margir krefjast bóta úr hendi hennar. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá voðaverkinu liggur enn ekki fyrir hvað morðingjanum gekk til.
Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08
Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37
Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15
Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37