Félagið hafði vonast til að hefja flutning MAX-vélanna frá Keflavíkurflugvelli til Suður-Frakklands í byrjun þessarar viku, í því skyni að koma þeim í betra loftslag fyrir flugvélar. Stefndi í að fyrsta vélin færi í loftið á morgni þriðjudags. Brottför var þá aflýst kvöldið áður.

Fyrsta Boeing MAX-vél Icelandair kom til landsins í marsbyrjun árið 2018 en sagt var frá komu hennar í þessari frétt Stöðvar 2: