Norður-Kóreumenn staðfesta eldflaugaskotið Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. október 2019 07:51 Mynd af flauginni sem KCNA, ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, birti í gær. Vísir/EPA Norður-Kóreumenn hafa staðfest að þeir hafi í gær skotið langdrægri eldflaug af skotpalli á hafi úti eins og Suður-Kóreumenn fullyrtu í gær. Norður-Kóreumenn segja að flauginni, sem getur borið kjarnavopn, sé hægt að skjóta úr kafbát. Þetta þýðir að Norðanmenn gætu skotið kjarnorkueldlaugum á skotmörk í órafjarlægð, langt fyrir utan sín landamæri. Í frétt KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu, segir að flauginni hafi verið skotið lóðrétt á loft undan ströndum Wonsan-flóa í gær. Þá segir í fréttinni að skotið, sem hafi heppnast vel, muni koma til með að hafa mikla þýðingu fyrir varnir Norður-Kóreu gagnvart utanaðkomandi ógn sem steðji að ríkinu. Þá sendi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hamingjuóskir til þeirra sem stóðu að skotinu í gær. Þetta þykir benda til þess að leiðtoginn hafi ekki verið á vettvangi þegar flauginni var skotið á loft. Málið er litið grafalvarlegum augum af vesturveldunum en viðræður Norður Kóreu og Bandaríkjanna eiga að hefjast um helgina þar sem ræða kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Skotið hefur verið sett í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. 2. október 2019 18:30 Kóreumenn kvarta vegna „ögrana“ Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkjunum um að kenna vegna deilunnar um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins 30. september 2019 17:59 Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Norður-Kóreumenn hafa staðfest að þeir hafi í gær skotið langdrægri eldflaug af skotpalli á hafi úti eins og Suður-Kóreumenn fullyrtu í gær. Norður-Kóreumenn segja að flauginni, sem getur borið kjarnavopn, sé hægt að skjóta úr kafbát. Þetta þýðir að Norðanmenn gætu skotið kjarnorkueldlaugum á skotmörk í órafjarlægð, langt fyrir utan sín landamæri. Í frétt KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu, segir að flauginni hafi verið skotið lóðrétt á loft undan ströndum Wonsan-flóa í gær. Þá segir í fréttinni að skotið, sem hafi heppnast vel, muni koma til með að hafa mikla þýðingu fyrir varnir Norður-Kóreu gagnvart utanaðkomandi ógn sem steðji að ríkinu. Þá sendi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hamingjuóskir til þeirra sem stóðu að skotinu í gær. Þetta þykir benda til þess að leiðtoginn hafi ekki verið á vettvangi þegar flauginni var skotið á loft. Málið er litið grafalvarlegum augum af vesturveldunum en viðræður Norður Kóreu og Bandaríkjanna eiga að hefjast um helgina þar sem ræða kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Skotið hefur verið sett í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. 2. október 2019 18:30 Kóreumenn kvarta vegna „ögrana“ Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkjunum um að kenna vegna deilunnar um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins 30. september 2019 17:59 Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. 2. október 2019 18:30
Kóreumenn kvarta vegna „ögrana“ Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segja Bandaríkjunum um að kenna vegna deilunnar um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins 30. september 2019 17:59
Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22