Brexit-tillaga Johnson ólíkleg til árangurs Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 10:52 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Frank Augstein Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni. Helen McEntee, evrópumálaráðherra Írlands, segir að yfirvöld Írlands geti ekki samþykkt tillögu Johnson og dregur í efa að honum sé alvara varðandi það að ná samkomulagi.Guardian hefur eftir írskum stjórnmálamönnum að tillagan brjóti þar að auki gegn breskum lögum varðandi bann við byggingu mannvirkja á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Tillaga Johnson verður lögð formlega fyrir forsvarsmenn Evrópusambandsins í dag og Johnson hefur gefið í skyn að þetta sé síðasti séns til að ná samkomulagi um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt tillögunni mun Bretland fara úr sambandinu þann 31. október. Norður-Írland yrði áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. Það fæli í sér tollaeftirlit við landamæri Norður-Írlands og Írlands frá og með 1. janúar 2021. Írar, sitthvoru megin við landamærin vilja hins vegar ekki sjá slíkar aðgerðir.Sjá einnig: Segir tollaeftirlit á Írlandi óhjákvæmilegt á Írlandi eftir BrexitÞing Bretlands samþykkti í síðasta mánuði lög sem segja til um það að ef enginn samningur náist fyrir 31. október, þurfi Johnson að biðja um frest á Brexit. Johnson hélt í morgun ræðu á landsþingi Íhaldsflokksins þar sem hann gagnrýndi meðal annars þingið harðlega og sagði þingmenn ekki koma neinu í verk. Þeir hafi staðið í vegi Brexit. Þar sagði hann einnig að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október, sama hvað."If parliament were a laptop, then the screen would be showing the pizza wheel of doom."@BorisJohnson criticises parliament for 'refusing to do anything constructive' and 'refusing to deliver #Brexit'. Latest from the Tory conference: https://t.co/pmpEh8j3M3 pic.twitter.com/BpI4RyBa93— Sky News Politics (@SkyNewsPolitics) October 2, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni. Helen McEntee, evrópumálaráðherra Írlands, segir að yfirvöld Írlands geti ekki samþykkt tillögu Johnson og dregur í efa að honum sé alvara varðandi það að ná samkomulagi.Guardian hefur eftir írskum stjórnmálamönnum að tillagan brjóti þar að auki gegn breskum lögum varðandi bann við byggingu mannvirkja á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Tillaga Johnson verður lögð formlega fyrir forsvarsmenn Evrópusambandsins í dag og Johnson hefur gefið í skyn að þetta sé síðasti séns til að ná samkomulagi um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt tillögunni mun Bretland fara úr sambandinu þann 31. október. Norður-Írland yrði áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. Það fæli í sér tollaeftirlit við landamæri Norður-Írlands og Írlands frá og með 1. janúar 2021. Írar, sitthvoru megin við landamærin vilja hins vegar ekki sjá slíkar aðgerðir.Sjá einnig: Segir tollaeftirlit á Írlandi óhjákvæmilegt á Írlandi eftir BrexitÞing Bretlands samþykkti í síðasta mánuði lög sem segja til um það að ef enginn samningur náist fyrir 31. október, þurfi Johnson að biðja um frest á Brexit. Johnson hélt í morgun ræðu á landsþingi Íhaldsflokksins þar sem hann gagnrýndi meðal annars þingið harðlega og sagði þingmenn ekki koma neinu í verk. Þeir hafi staðið í vegi Brexit. Þar sagði hann einnig að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október, sama hvað."If parliament were a laptop, then the screen would be showing the pizza wheel of doom."@BorisJohnson criticises parliament for 'refusing to do anything constructive' and 'refusing to deliver #Brexit'. Latest from the Tory conference: https://t.co/pmpEh8j3M3 pic.twitter.com/BpI4RyBa93— Sky News Politics (@SkyNewsPolitics) October 2, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira