Það er dýrt að deyja Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 11:30 Sindri ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur frá Útfararstofu kirkjugarðanna. Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira
Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Sjá meira