Öfugsnúin umhverfisvernd Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. október 2019 07:15 Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun