Myndi ekki kvarta undan haustlægð Benedikt Bóas skrifar 1. október 2019 14:00 Blikakonur fara til Parísar að etja kappi við PSG í 16. liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn. Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn.
Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira