Kópavogur Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur. Innlent 25.3.2025 19:29 Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Í dag er liðið eitt ár frá því að tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Innlent 25.3.2025 16:38 Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa fest kaup á glæsilegu tvíbýli við Lækjarhjalla í Kópavogi. Hjónin greiddu 137,9 milljónir fyrir húsið. Lífið 24.3.2025 15:50 Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Innlent 24.3.2025 10:38 Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Lokað verður fyrir rennsli kalda vatnsins í Kópavogi klukkan 22 í kvöld vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki. Áætlað er að lokað verði fyrir vatnið til klukkan fjögur í nótt. Innlent 20.3.2025 14:55 Henda minna og flokka betur Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023. Innlent 19.3.2025 15:23 Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús „Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Lífið 17.3.2025 14:52 Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Tilkynnt var í dag um tvo einstaklinga sem reyndu að þvinga þann þriðja til að taka pening úr hraðbanka. Atvikið átti sér stað á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglunnar voru þessir tveir aðilar farnir þegar lögreglu bar að. Innlent 14.3.2025 17:26 Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn. Innlent 14.3.2025 07:03 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Innlent 12.3.2025 21:32 Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. Innlent 12.3.2025 11:36 Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. Innlent 12.3.2025 10:06 Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Innlent 11.3.2025 17:41 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. Innlent 11.3.2025 17:01 Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) segir að reynt verði að hlífa trjágróðri eftir fremsta megni þegar nýjar golfbrautir verða mótaðar í skógræktarsvæði í Smalaholti. Klúbburinn fær svæðið í stað lands sem Garðabær tekur undir nýja íbúðabyggð. Innlent 10.3.2025 08:00 Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm. Innlent 6.3.2025 15:06 Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum. Innlent 6.3.2025 15:03 Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Eldur kom upp í húsnæði Fylgifiska við Nýbýlaveg í Kópavogi í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn, sem var minni háttar. Innlent 5.3.2025 23:16 Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Bæta á tveimur bíósölum við Smárabíó og uppfæra skemmtisvæði bíósins. Á sama tíma er unnið að endurnýjun og fjölgun veitingastaða í austurenda Smáralindar. Gert er ráð fyrir því að þrettán nýir veitingastaðir bætist við þar. Nýir bíósalir opna í haust. Í Smárabíó eru fyrir fimm bíósalir sem rúma um þúsund manns samanlagt. Viðskipti innlent 4.3.2025 13:32 Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Kærustuparið Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Er um að ræða huggulega rúmlega 67 fermetra íbúð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum og ásett verð er tæpar 67 milljónir. Lífið 4.3.2025 10:30 Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sérsveit Ríkislögreglustjóra viðhafði nokkurn viðbúnað í Kópavogi eftir að útkalla barst um klukkan 13:30. Innlent 3.3.2025 14:39 Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Innlent 27.2.2025 20:05 Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum. Innlent 26.2.2025 13:07 Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Skoðun 25.2.2025 12:04 Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Apótekari sem varðist vopnuðum ræningjum á föstudag segir atvikið ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún kljáðist við ræningjana sem hurfu tómhentir á braut. Innlent 24.2.2025 18:33 Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Ökumaður sem var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna reyndist vera með hníf og kylfu á sér. Þrír farþegar voru um borð í bílnum og reyndist einn þeirra vera með heimatilbúnar sprengjur á sér. Innlent 23.2.2025 23:04 Landshornalýðurinn á Hálsunum Á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar var alvarlega kreppa í Reykjavík, fólk streymdi til höfuðborgarinnar en húsnæðisekla var mikil í höfuðborginni. Vegna þessa var ásókn í ræktunarland í Kópavogi mjög vaxandi. Kópavogur tilheyrði þá „Seltjarnarneshreppi hinum forna“ og íbúar þar greiddu útsvar sitt til hreppsins sem var landfræðilega tvískiptur, með Reykjavík á milli. Í stríðslok 1945 voru íbúar í „Upphreppnum“ sem Kópavogur kallaðist orðnir rúmlega 500. Skoðun 23.2.2025 15:32 Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Bergljót Þorsteinsdóttir lyfjafræðingur var við störf í Austurbæjar Apóteki í Kópavogi síðastliðinn föstudagsmorgun, milli tíu og ellefu, þegar tvímenningar, líklega karl og kona, ruddust inn með byssu og piparúða og ætluðu að fremja rán. Innlent 23.2.2025 11:38 Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Maður á fimmtugsaldri sem varð fyrir stunguárás á heimili sínu í Kópavogi á sunnudagsmorgni árið 2022 segist hafa óttast um son sinn sem var í næsta herbergi á meðan árásin átti sér stað. Sonurinn hefði ekki ráðið við árásarmanninn. Innlent 23.2.2025 09:26 Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Maður sem var gripinn við búðarhnupl í verslun og neitaði að segja til nafns reyndist vera eftirlýstur þegar búið var að flytja hann á lögreglustöð. Innlent 22.2.2025 18:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 57 ›
Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur. Innlent 25.3.2025 19:29
Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Í dag er liðið eitt ár frá því að tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Innlent 25.3.2025 16:38
Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa fest kaup á glæsilegu tvíbýli við Lækjarhjalla í Kópavogi. Hjónin greiddu 137,9 milljónir fyrir húsið. Lífið 24.3.2025 15:50
Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 26 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hnífstunguárás, og fyrir að brjótast inn á heimili þess sem varð fyrir árásinni og valda skemmdum á bíl hans. Innlent 24.3.2025 10:38
Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Lokað verður fyrir rennsli kalda vatnsins í Kópavogi klukkan 22 í kvöld vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki. Áætlað er að lokað verði fyrir vatnið til klukkan fjögur í nótt. Innlent 20.3.2025 14:55
Henda minna og flokka betur Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023. Innlent 19.3.2025 15:23
Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús „Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Lífið 17.3.2025 14:52
Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Tilkynnt var í dag um tvo einstaklinga sem reyndu að þvinga þann þriðja til að taka pening úr hraðbanka. Atvikið átti sér stað á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglunnar voru þessir tveir aðilar farnir þegar lögreglu bar að. Innlent 14.3.2025 17:26
Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn. Innlent 14.3.2025 07:03
Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Innlent 12.3.2025 21:32
Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. Innlent 12.3.2025 11:36
Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. Innlent 12.3.2025 10:06
Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Innlent 11.3.2025 17:41
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. Innlent 11.3.2025 17:01
Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) segir að reynt verði að hlífa trjágróðri eftir fremsta megni þegar nýjar golfbrautir verða mótaðar í skógræktarsvæði í Smalaholti. Klúbburinn fær svæðið í stað lands sem Garðabær tekur undir nýja íbúðabyggð. Innlent 10.3.2025 08:00
Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sakborningar í Hryðjuverkamálinu svokallaða hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Þeir voru aftur á móti sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Sindri Snær Birgisson, 27 ára, hlaut 18 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 26 ára, hlaut 15 mánaða fangelsisdóm. Innlent 6.3.2025 15:06
Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum. Innlent 6.3.2025 15:03
Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Eldur kom upp í húsnæði Fylgifiska við Nýbýlaveg í Kópavogi í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn, sem var minni háttar. Innlent 5.3.2025 23:16
Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Bæta á tveimur bíósölum við Smárabíó og uppfæra skemmtisvæði bíósins. Á sama tíma er unnið að endurnýjun og fjölgun veitingastaða í austurenda Smáralindar. Gert er ráð fyrir því að þrettán nýir veitingastaðir bætist við þar. Nýir bíósalir opna í haust. Í Smárabíó eru fyrir fimm bíósalir sem rúma um þúsund manns samanlagt. Viðskipti innlent 4.3.2025 13:32
Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Kærustuparið Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Er um að ræða huggulega rúmlega 67 fermetra íbúð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum og ásett verð er tæpar 67 milljónir. Lífið 4.3.2025 10:30
Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sérsveit Ríkislögreglustjóra viðhafði nokkurn viðbúnað í Kópavogi eftir að útkalla barst um klukkan 13:30. Innlent 3.3.2025 14:39
Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Innlent 27.2.2025 20:05
Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum. Innlent 26.2.2025 13:07
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Skoðun 25.2.2025 12:04
Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Apótekari sem varðist vopnuðum ræningjum á föstudag segir atvikið ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún kljáðist við ræningjana sem hurfu tómhentir á braut. Innlent 24.2.2025 18:33
Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Ökumaður sem var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna reyndist vera með hníf og kylfu á sér. Þrír farþegar voru um borð í bílnum og reyndist einn þeirra vera með heimatilbúnar sprengjur á sér. Innlent 23.2.2025 23:04
Landshornalýðurinn á Hálsunum Á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar var alvarlega kreppa í Reykjavík, fólk streymdi til höfuðborgarinnar en húsnæðisekla var mikil í höfuðborginni. Vegna þessa var ásókn í ræktunarland í Kópavogi mjög vaxandi. Kópavogur tilheyrði þá „Seltjarnarneshreppi hinum forna“ og íbúar þar greiddu útsvar sitt til hreppsins sem var landfræðilega tvískiptur, með Reykjavík á milli. Í stríðslok 1945 voru íbúar í „Upphreppnum“ sem Kópavogur kallaðist orðnir rúmlega 500. Skoðun 23.2.2025 15:32
Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Bergljót Þorsteinsdóttir lyfjafræðingur var við störf í Austurbæjar Apóteki í Kópavogi síðastliðinn föstudagsmorgun, milli tíu og ellefu, þegar tvímenningar, líklega karl og kona, ruddust inn með byssu og piparúða og ætluðu að fremja rán. Innlent 23.2.2025 11:38
Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Maður á fimmtugsaldri sem varð fyrir stunguárás á heimili sínu í Kópavogi á sunnudagsmorgni árið 2022 segist hafa óttast um son sinn sem var í næsta herbergi á meðan árásin átti sér stað. Sonurinn hefði ekki ráðið við árásarmanninn. Innlent 23.2.2025 09:26
Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Maður sem var gripinn við búðarhnupl í verslun og neitaði að segja til nafns reyndist vera eftirlýstur þegar búið var að flytja hann á lögreglustöð. Innlent 22.2.2025 18:01