Búnaðurinn sem um ræðir er nauðsynlegur fyrir fjareftirlit skipa og báta á sjó en kominn var tími á endurbætur.
Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar stuðlar búnaðurinn að auknu öryggi sjófarenda.
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að verkinu sé lokið. Verkefnið var unnið í samstarfi við Isavia, vegna flugleiðsögubúnaðar sem og Vaktstöð siglinga. Tækjabúnaður var færður yfir á nýtt mastur á Þorbirni og hið gamla verðir fellt á næstu dögum.
Vaktstöð siglinga, sem rekin er af Neyðarlínunni er ætlað að sjá um atriði er varða neyð og öryggi sjófarenda á hafsvæðinu umhverfis Ísland.
