Innlent

Starri leiðir Upp­reisn

Atli Ísleifsson skrifar
Ný stjórn Uppreisnar.
Ný stjórn Uppreisnar. Uppreisn
Starri Reynisson var kjörinn nýr forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fram fór um síðustu helgi. Starri tekur við embættinu af Kristófer Alex Guðmundssyni.

Aðalfundurinn var haldinn í höfuðstöðvum Viðreisnar í Ármúla. Emilía Björt Írisardóttir var kjörin varaforseti, Arnar Snær Ágústsson gjaldkeri, Stefanía Reynisdóttir alþjóðafulltrúi og David Erik Mollberg viðburðastjóri.

Í tilkynningu frá félaginu segir að á liðnu starfsári hafi Uppreisn gengið til liðs við LYMEC, regnhlífarsamtök frjálslyndra ungliðahreyfinga í Evrópu.

„Deimantė Rimkutė, stjórnarmeðlimur LYMEC og borgarfulltrúi í Vilnius, var gestur á aðalfundinum. Í ávarpi sínu brýndi hún fundargesti um mikilvægi frjálslyndra gilda og Evrópusamstarfs, sem og mikilvægi þess að taka á hamfarahlýnun af alvöru þunga,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×