Fram fyrsta liðið til að leggja Stjörnuna | Fyrsti sigur Hauka kom í Vestmannaeyjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 18:00 Karen var markahæst er Fram lagði Stjörnuna í dag Vísir/Vilhelm Síðari tveimur leikjunum í Olís deild kvenna var að ljúka nú rétt í þessu. Stjarnan tapaði loks leik þegar þær mættu Fram í Safamýri, lokatölur 28-25 heimastúlkum í vil. Þá gerðu Haukar góða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þriggja marka sigur staðreynd, 21-18 og stigin Hauka að þessu sinni. Fram sigldi fram úr í lokin Í Safamýrinni byrjuðu gestirnir úr Garðabænum betur og voru með yfirhöndina í upphafi leiks. Um miðbik fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar Fram í hag, þær skoruðu þá fimm mörk í röð og Hafdís Renötudóttir múraði fyrir í markinu. Fór staðan úr því að vera 7-6 fyrir Stjörnunni í 11-7 Fram í vil. Stjörnuliðið brást við með því að skipta um markvörð og Hildur Öder Einarsdóttir gaf Hafdísi ekkert eftir hinu megin á vellinum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Framstúlkur einu marki yfir, staðan 14-13. Upphaf síðari hálfleiks speglaði fyrri hálfleik en Stjarnan komst aftur yfir áður en heimastúlkur tóku völdin og unnu á endanum góðan þriggja marka sigur, 28-25. Fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu þar með staðreynd. Mest náði Fram fimm marka forystu í síðari hálfleik. Markahæst hjá Fram var Karen Knútsdóttir með sjö mörk á meðan Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 10 fyrir Stjörnuna. Þá varði Hafdís 13 skot í marki Fram á meðan Hildur Öder varði 10 í marki Stjörnunnar. Sigur Fram þýðir að þær jafna Stjörnuna að stigum en bæði lið eru með átta stig í 2. og 3. sæti Olís deildarinnar. Á toppnum eru svo Valskonur en þær eru enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.Þægilegt hjá Haukum gegn ÍBVÍ Eyjum var lítið skorað í fyrri hálfleik en Haukar voru mikið mun sterkari aðilinn. Voru þær sjö mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja og sigurinn nánast í höfn. Heimastúlkur bitu frá sér í síðari hálfleik en munurinn var of mikill og Haukar unnu á endanum þriggja marka sigur, 21-18. Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic skoruðu fimm mörk hvor í liði ÍBV, þá varði Marta Wawrzykowska 12 skot í marki Eyjakvenna. Hjá Haukum var Sara Odden markahæst með átta mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 10 skot í markinu. Var þetta fyrsti sigur Hauka í deildinni en þær eru nú með tvö stig í 7. sæti á meðan ÍBV er í 6. sætinu með þrjú stig. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira
Síðari tveimur leikjunum í Olís deild kvenna var að ljúka nú rétt í þessu. Stjarnan tapaði loks leik þegar þær mættu Fram í Safamýri, lokatölur 28-25 heimastúlkum í vil. Þá gerðu Haukar góða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þriggja marka sigur staðreynd, 21-18 og stigin Hauka að þessu sinni. Fram sigldi fram úr í lokin Í Safamýrinni byrjuðu gestirnir úr Garðabænum betur og voru með yfirhöndina í upphafi leiks. Um miðbik fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar Fram í hag, þær skoruðu þá fimm mörk í röð og Hafdís Renötudóttir múraði fyrir í markinu. Fór staðan úr því að vera 7-6 fyrir Stjörnunni í 11-7 Fram í vil. Stjörnuliðið brást við með því að skipta um markvörð og Hildur Öder Einarsdóttir gaf Hafdísi ekkert eftir hinu megin á vellinum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Framstúlkur einu marki yfir, staðan 14-13. Upphaf síðari hálfleiks speglaði fyrri hálfleik en Stjarnan komst aftur yfir áður en heimastúlkur tóku völdin og unnu á endanum góðan þriggja marka sigur, 28-25. Fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu þar með staðreynd. Mest náði Fram fimm marka forystu í síðari hálfleik. Markahæst hjá Fram var Karen Knútsdóttir með sjö mörk á meðan Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 10 fyrir Stjörnuna. Þá varði Hafdís 13 skot í marki Fram á meðan Hildur Öder varði 10 í marki Stjörnunnar. Sigur Fram þýðir að þær jafna Stjörnuna að stigum en bæði lið eru með átta stig í 2. og 3. sæti Olís deildarinnar. Á toppnum eru svo Valskonur en þær eru enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.Þægilegt hjá Haukum gegn ÍBVÍ Eyjum var lítið skorað í fyrri hálfleik en Haukar voru mikið mun sterkari aðilinn. Voru þær sjö mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja og sigurinn nánast í höfn. Heimastúlkur bitu frá sér í síðari hálfleik en munurinn var of mikill og Haukar unnu á endanum þriggja marka sigur, 21-18. Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic skoruðu fimm mörk hvor í liði ÍBV, þá varði Marta Wawrzykowska 12 skot í marki Eyjakvenna. Hjá Haukum var Sara Odden markahæst með átta mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 10 skot í markinu. Var þetta fyrsti sigur Hauka í deildinni en þær eru nú með tvö stig í 7. sæti á meðan ÍBV er í 6. sætinu með þrjú stig.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira
HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36