Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Ari Brynjólfsson skrifar 19. október 2019 07:30 Mikið álag er á starfsfólki spítalans og er mikið um veikindi. Páll segir að vanda þurfi til verka ef ekki eigi að auka álagið. Fréttablaðið/Eyþór „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu eftir því sem hægt er. Beinar aðhaldsaðgerðir snúa helst að stoðþjónustunni og rekstrarkostnaði ýmsum. Engu að síður er meginkostnaður spítalans í launum og þar verður því miður að taka á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í gær lauk yfirferð æðstu stjórnenda spítalans yfir aðhaldsaðgerðir. „Aðhaldsaðgerðunum miðar ágætlega. Við erum búin að velta við hverjum steini. Við erum með fjölda aðgerða sem hljóða samtals upp á rúman milljarð á þessu ári. Á ársgrundvelli þýðir það aðgerðir upp á um tvo og hálfan milljarð.“ „Við erum að tala um frestun ýmissa viðhaldsverkefna þó það verði áfram vinna í gangi. Það er verið að draga úr aðkeyptri þjónustu,“ segir Páll. Þá verður hætt með svokallað Hekluverkefni með nýjum kjarasamningum, en það verkefni var útfærsla á launahækkun til að hvetja til hærra starfshlutfalls. Auk þess verður hætt að greiða vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga sem og annarra stétta í vaktaþjónustu. „Við erum að setja háa aðhaldskröfu á stoðsviðin okkar, það eru svið sem lúta ekki að klínískri þjónustu,“ segir Páll. Þá sé búið að fækka og lækka laun framkvæmdastjóra ásamt því að aðhald í lyfjakostnaði hefur verið aukið og hægt á endurnýjun á tölvubúnaði.Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti klínískri þjónustu. Við ætlum að vernda hana eins og við getum. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansMikið hefur verið rætt um álag á starfsfólki spítalans síðustu ár og eru veikindi starfsmanna Landspítalans heilt yfir frekar algeng. Í fyrra var hlutfallið á bilinu 5,5 og 8,6 prósent. Metið er í hverju tilfelli fyrir sig hvort kallað er á annan starfsmann á aukavakt og segir Páll að það verði reynt að hafa meira aðhald í því. Aðspurður hvaða áhrif aðhaldsaðgerðirnar komi til með að hafa á starfsfólkið segir Páll það verða áskorun að halda vinnustaðnum góðum og öflugum. „Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti þjónustu við sjúklinga. Við ætlum að vernda hana eins og við getum,“ segir Páll. Ekki verður þó allt skorið niður. Til dæmis fær samgöngupakki starfsmanna að halda sér. „Vegna samfélagslegrar ábyrgðar og auðvitað sem stuðning við starfsfólk þá töldum við rétt að halda samgöngupakkanum inni og samningnum við Strætó bs. um að starfsmenn fái ódýrari strætókort, samningur sem hefur gefið góða raun,“ segir Páll. „Við veltum við þessum steini, en honum var velt aftur á réttuna.“ Páll segir óvíst hversu lengi aðhaldið mun standa yfir. Fram undan eru viðræður við Alþingi, fjárlaganefnd og fjármálaráðuneytið um launabætur. „Við teljum vanta launabætur fyrir ýmsa kjarasamninga. Það er eins og dulin hagræðingarkrafa þegar við fáum ekki bætur fyrir launin sem við greiðum sannarlega. Við fáum fjármagn til að greiða laun frá Fjársýslu ríkisins,“ segir Páll. „Þetta er tæknilegt mál um hvernig þessar kjarabætur eru reiknaðar í samningum. Oft eru þetta flóknir samningar og gerðir með nýjum hætti eins og læknasamningarnir árið 2015 svo dæmi sé tekið. Þetta er samtal sem við eigum í núna við fjárveitingarvaldið,“ bætir hann við.Aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum • Há aðhaldskrafa á stoðsvið • Frestun ýmissa viðhaldsverkefna • Dregið úr aðkeyptri þjónustu • Hætt með Hekluverkefni • Hætt að greiða vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga • Frí verði tekin, ekki greitt út • Aðhald í lyfjakostnaði • Hægt á endurnýjun tölvubúnaðar • Starfsmannavelta notuð til að fækka starfsfólki • Dregið úr greiddri yfirvinnu • Dregið úr ferðakostnaði • Aðhald í innkaupum • Hagrætt í vinnuskipulagi lækna • Dregið úr ferðakostnaði • Laun framkvæmdastjóra lækkuð • Föst yfirvinna endurskoðuð Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu eftir því sem hægt er. Beinar aðhaldsaðgerðir snúa helst að stoðþjónustunni og rekstrarkostnaði ýmsum. Engu að síður er meginkostnaður spítalans í launum og þar verður því miður að taka á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í gær lauk yfirferð æðstu stjórnenda spítalans yfir aðhaldsaðgerðir. „Aðhaldsaðgerðunum miðar ágætlega. Við erum búin að velta við hverjum steini. Við erum með fjölda aðgerða sem hljóða samtals upp á rúman milljarð á þessu ári. Á ársgrundvelli þýðir það aðgerðir upp á um tvo og hálfan milljarð.“ „Við erum að tala um frestun ýmissa viðhaldsverkefna þó það verði áfram vinna í gangi. Það er verið að draga úr aðkeyptri þjónustu,“ segir Páll. Þá verður hætt með svokallað Hekluverkefni með nýjum kjarasamningum, en það verkefni var útfærsla á launahækkun til að hvetja til hærra starfshlutfalls. Auk þess verður hætt að greiða vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga sem og annarra stétta í vaktaþjónustu. „Við erum að setja háa aðhaldskröfu á stoðsviðin okkar, það eru svið sem lúta ekki að klínískri þjónustu,“ segir Páll. Þá sé búið að fækka og lækka laun framkvæmdastjóra ásamt því að aðhald í lyfjakostnaði hefur verið aukið og hægt á endurnýjun á tölvubúnaði.Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti klínískri þjónustu. Við ætlum að vernda hana eins og við getum. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansMikið hefur verið rætt um álag á starfsfólki spítalans síðustu ár og eru veikindi starfsmanna Landspítalans heilt yfir frekar algeng. Í fyrra var hlutfallið á bilinu 5,5 og 8,6 prósent. Metið er í hverju tilfelli fyrir sig hvort kallað er á annan starfsmann á aukavakt og segir Páll að það verði reynt að hafa meira aðhald í því. Aðspurður hvaða áhrif aðhaldsaðgerðirnar komi til með að hafa á starfsfólkið segir Páll það verða áskorun að halda vinnustaðnum góðum og öflugum. „Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti þjónustu við sjúklinga. Við ætlum að vernda hana eins og við getum,“ segir Páll. Ekki verður þó allt skorið niður. Til dæmis fær samgöngupakki starfsmanna að halda sér. „Vegna samfélagslegrar ábyrgðar og auðvitað sem stuðning við starfsfólk þá töldum við rétt að halda samgöngupakkanum inni og samningnum við Strætó bs. um að starfsmenn fái ódýrari strætókort, samningur sem hefur gefið góða raun,“ segir Páll. „Við veltum við þessum steini, en honum var velt aftur á réttuna.“ Páll segir óvíst hversu lengi aðhaldið mun standa yfir. Fram undan eru viðræður við Alþingi, fjárlaganefnd og fjármálaráðuneytið um launabætur. „Við teljum vanta launabætur fyrir ýmsa kjarasamninga. Það er eins og dulin hagræðingarkrafa þegar við fáum ekki bætur fyrir launin sem við greiðum sannarlega. Við fáum fjármagn til að greiða laun frá Fjársýslu ríkisins,“ segir Páll. „Þetta er tæknilegt mál um hvernig þessar kjarabætur eru reiknaðar í samningum. Oft eru þetta flóknir samningar og gerðir með nýjum hætti eins og læknasamningarnir árið 2015 svo dæmi sé tekið. Þetta er samtal sem við eigum í núna við fjárveitingarvaldið,“ bætir hann við.Aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum • Há aðhaldskrafa á stoðsvið • Frestun ýmissa viðhaldsverkefna • Dregið úr aðkeyptri þjónustu • Hætt með Hekluverkefni • Hætt að greiða vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga • Frí verði tekin, ekki greitt út • Aðhald í lyfjakostnaði • Hægt á endurnýjun tölvubúnaðar • Starfsmannavelta notuð til að fækka starfsfólki • Dregið úr greiddri yfirvinnu • Dregið úr ferðakostnaði • Aðhald í innkaupum • Hagrætt í vinnuskipulagi lækna • Dregið úr ferðakostnaði • Laun framkvæmdastjóra lækkuð • Föst yfirvinna endurskoðuð
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira