Gunnar gerir samning við Þróttara út tímabilið 2022.
Áður hefur Gunnar þjálfað HK, Selfoss og Gróttu í fyrstu deild karla en hann á að baki yfir 170 leiki sem aðalþjálfari í tveimur efstu deildunum.
Gunnar kemur til Þróttar frá Grindavík þar sem hann var aðstoðarþjálfari á síðasta tímabili.
Þróttur átti erfitt uppdráttar í Inkassodeildinni á síðasta tímabili og endaði í 10. sæti með 22 stig, slapp við fall á markatölu.