Að dansa eða ekki dansa? Friðrik Agni Árnason skrifar 18. október 2019 17:10 Dansinn meðfæddur en bældur fyrir sumum? Tengist það að dansa einhverri berskjöldun? Af hverju er það: Ég dansa ekki, stelpur dansa? Ég er bara að velta ýmsu tengt dansi fyrir mér. Ekki skrítið þar sem samfélagið er sjúkt í dans. Bókstaflega. Það er dans út um allt. Það eru opin danskvöld í hverri viku í ólíkum dansstílum fyrir hinn almenna dansunnenda ;Salsa, Bachata, Kizomba, Tango ásamt því að það eru opnir tímar í Zumba og Jallabina í líkamsræktarstöðvum. Önnur þáttaröð af Allir geta dansað er að hefja göngu sína og Sporið á RÚV fór af stað með hvelli fyrir tveimur vikum. Það er ekki hægt að segja að það sé ekki áhugi fyrir dansi. En mér finnst samt sem áður enn þá vera eitthvað ,,tabú" fyrir karlmenn að viðurkenna að þeir hafi gaman af dansi. Alls ekki allir samt sem betur fer en ég er með dæmi: Kona tekur manninn sinn í óvænta heimsókn í World Class í hóptíma með mér. Það er Zumbatími og hann hefur ekki hugmynd um það fyrst. Hann áttar sig samt fljótt áður en tíminn byrjar að þetta sé danstími og hann segir við mig að hann sé að farast úr stressi og fer strax að svitna. Ég tala við hann aðeins í gríni og skynja að hann er virkilega í alvörunni stressaður. 99% konur í tímanum. Hann skimar í kringum sig mikið og er svona frekar órólegur. Hann ætlar samt að tækla þetta á hnefanum og ef hann er á lífi eftir tímann þá á hann skilið bjór. Auðvitað þarf að vera bjór. Konan var búinn að vara mig við fyrir tímann - hann kann ekki að dansa. Viti menn, þessi elska var alger danskóngur, kláraði tímann með stæl og hélt svei mér þá að hann myndi mæta aftur. Þú þarft nefnilega ekki að kunna að dansa til að dansa. Mér finnst ólíklegt að hann hafi uppgötvað bara akkúrat þarna í þessum tíma hve gaman það er að dansa. Ég vil allavega ekki taka allan heiðurinn. Það hlýtur að hafa verið einhver undirliggjandi gleði og áhugi innra með honum gagnvart dansi. Það bara var ekki búið að kveikja almennilega á honum. Þarna var hann kominn í öruggt umhverfi þar sem allir fá að dansa og vera eins og þeir eru. Enginn tími til að vera að spá hvort einhver sé góður dansari eða ekki. Þarna voru samt fyrir fram ákveðnar forsendur sem gerðu það að verkum að óöryggi mannsins við að dansa var til staðar. Eitthvað í samfélaginu; strákar dansa ekki, stelpur dansa! Konan búin að ákveða að engir danshæfileikar væru til í blessaða manninum. Með fullri virðingu fyrir akkúrat þessu pari og konu mannsins að sjálfsögðu en þetta er ekki einsdæmi. Við gefum okkur oft að miðaldra karlmenn bæði kunna ekki, geti ekki og vilji ekki dansa. Það er bara eitthvað stimplað inn í okkur. Ég segi það aftur að það þarf ekki að kunna að dansa til að dansa. Finnst einhverjum virkilega leiðinlegt að dansa í fullri einlægni? Eða er þetta óöryggi sem verður að hræðslu sem verður svo að fordómum jafnvel? Ef einhverjum finnst það virkilega þá er það gott og gilt svo sem en sú hugdetta er verulega fjarri mér. Ég skil að sumu fólki líður illa við aðstæðurnar og stressast hreinlega yfir því að dansa. Það er af því þeim líður eða hefur heyrt að það geti ekki dansað. En ég held að það snúist að miklu leyti einmitt um hvernig aðstæður við sköpum fyrir heildina. Ef við sköpum nógu uppbyggjandi umhverfi og umræðu almennt og sleppum þessu: Stelpur dansa gersamlega og tökum það alveg úr umferð. Hvað gerist þá? Margir karlmenn dansa sér til yndisauka. Á fjölmörgum stöðum í heiminum tíðkast það að dansa úti á götu og sums staðar jafnvel koma vinir saman, hlusta á tónlist og dansa saman. Þessu varð ég vitni að í miðausturlöndum og einnig hér á Íslandi þegar ég hitti unga hælisleitendur frá hinum ýmsu löndum. Við höfum dansað í þúsundir ára. Hér á norðurslóðum og í hinum vestræna heimi hefur bara einhver ofurkarlmennskumýta tekið yfir og fest sig í sessi í danssamhenginu. Stingum henni í vasann og hristum á okkur skrokkinn þessa helgina og segjum: Ég dansa, allir dansa! Þessi pistill á alls ekki að ráðast gegn einum né neinum og ég geri mér fulla grein fyrir því að margir karlmenn dansa. Mörg pör fara saman í danstíma. Ég held bara samt að við getum gert betur. Við getum eflt karlmennina okkar enn meira og oftar því ég held að við fáum margt gott úr því. Sjáumst á dansgólfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Friðrik Agni Árnason Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Dansinn meðfæddur en bældur fyrir sumum? Tengist það að dansa einhverri berskjöldun? Af hverju er það: Ég dansa ekki, stelpur dansa? Ég er bara að velta ýmsu tengt dansi fyrir mér. Ekki skrítið þar sem samfélagið er sjúkt í dans. Bókstaflega. Það er dans út um allt. Það eru opin danskvöld í hverri viku í ólíkum dansstílum fyrir hinn almenna dansunnenda ;Salsa, Bachata, Kizomba, Tango ásamt því að það eru opnir tímar í Zumba og Jallabina í líkamsræktarstöðvum. Önnur þáttaröð af Allir geta dansað er að hefja göngu sína og Sporið á RÚV fór af stað með hvelli fyrir tveimur vikum. Það er ekki hægt að segja að það sé ekki áhugi fyrir dansi. En mér finnst samt sem áður enn þá vera eitthvað ,,tabú" fyrir karlmenn að viðurkenna að þeir hafi gaman af dansi. Alls ekki allir samt sem betur fer en ég er með dæmi: Kona tekur manninn sinn í óvænta heimsókn í World Class í hóptíma með mér. Það er Zumbatími og hann hefur ekki hugmynd um það fyrst. Hann áttar sig samt fljótt áður en tíminn byrjar að þetta sé danstími og hann segir við mig að hann sé að farast úr stressi og fer strax að svitna. Ég tala við hann aðeins í gríni og skynja að hann er virkilega í alvörunni stressaður. 99% konur í tímanum. Hann skimar í kringum sig mikið og er svona frekar órólegur. Hann ætlar samt að tækla þetta á hnefanum og ef hann er á lífi eftir tímann þá á hann skilið bjór. Auðvitað þarf að vera bjór. Konan var búinn að vara mig við fyrir tímann - hann kann ekki að dansa. Viti menn, þessi elska var alger danskóngur, kláraði tímann með stæl og hélt svei mér þá að hann myndi mæta aftur. Þú þarft nefnilega ekki að kunna að dansa til að dansa. Mér finnst ólíklegt að hann hafi uppgötvað bara akkúrat þarna í þessum tíma hve gaman það er að dansa. Ég vil allavega ekki taka allan heiðurinn. Það hlýtur að hafa verið einhver undirliggjandi gleði og áhugi innra með honum gagnvart dansi. Það bara var ekki búið að kveikja almennilega á honum. Þarna var hann kominn í öruggt umhverfi þar sem allir fá að dansa og vera eins og þeir eru. Enginn tími til að vera að spá hvort einhver sé góður dansari eða ekki. Þarna voru samt fyrir fram ákveðnar forsendur sem gerðu það að verkum að óöryggi mannsins við að dansa var til staðar. Eitthvað í samfélaginu; strákar dansa ekki, stelpur dansa! Konan búin að ákveða að engir danshæfileikar væru til í blessaða manninum. Með fullri virðingu fyrir akkúrat þessu pari og konu mannsins að sjálfsögðu en þetta er ekki einsdæmi. Við gefum okkur oft að miðaldra karlmenn bæði kunna ekki, geti ekki og vilji ekki dansa. Það er bara eitthvað stimplað inn í okkur. Ég segi það aftur að það þarf ekki að kunna að dansa til að dansa. Finnst einhverjum virkilega leiðinlegt að dansa í fullri einlægni? Eða er þetta óöryggi sem verður að hræðslu sem verður svo að fordómum jafnvel? Ef einhverjum finnst það virkilega þá er það gott og gilt svo sem en sú hugdetta er verulega fjarri mér. Ég skil að sumu fólki líður illa við aðstæðurnar og stressast hreinlega yfir því að dansa. Það er af því þeim líður eða hefur heyrt að það geti ekki dansað. En ég held að það snúist að miklu leyti einmitt um hvernig aðstæður við sköpum fyrir heildina. Ef við sköpum nógu uppbyggjandi umhverfi og umræðu almennt og sleppum þessu: Stelpur dansa gersamlega og tökum það alveg úr umferð. Hvað gerist þá? Margir karlmenn dansa sér til yndisauka. Á fjölmörgum stöðum í heiminum tíðkast það að dansa úti á götu og sums staðar jafnvel koma vinir saman, hlusta á tónlist og dansa saman. Þessu varð ég vitni að í miðausturlöndum og einnig hér á Íslandi þegar ég hitti unga hælisleitendur frá hinum ýmsu löndum. Við höfum dansað í þúsundir ára. Hér á norðurslóðum og í hinum vestræna heimi hefur bara einhver ofurkarlmennskumýta tekið yfir og fest sig í sessi í danssamhenginu. Stingum henni í vasann og hristum á okkur skrokkinn þessa helgina og segjum: Ég dansa, allir dansa! Þessi pistill á alls ekki að ráðast gegn einum né neinum og ég geri mér fulla grein fyrir því að margir karlmenn dansa. Mörg pör fara saman í danstíma. Ég held bara samt að við getum gert betur. Við getum eflt karlmennina okkar enn meira og oftar því ég held að við fáum margt gott úr því. Sjáumst á dansgólfinu.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar