80 prósent verða fyrir ofbeldi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 18. október 2019 06:00 Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna mikinn mun á Íslandi og Evrópuþjóðunum hvað varðar öryggi þingkvenna. Í f lestum tilvikum er öryggi þeirra íslensku minna og mestur munurinn kemur fram þegar líkamlegt of beldi er skoðað. Konur sitja almennt styttra á þingi en karlar og ekki ólíklegt að þessar dökku niðurstöður eigi stóran þátt í því. Vísir/vilhelm Um 80 prósent þingkvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir karlmenn. Rannsóknin var lögð fyrir 33 konur í maí á þessu ári og var svarhlutfall 76 prósent. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag. 80 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Efnahagslegt ofbeldi er þegar konum er neitað um starfskjör eða starfsaðstöðu sem þær eiga rétt á eða ef eigur þeirra eru skemmdar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við viðamikla könnun um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóða-þingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. Sé tekið mið af samanburðinum má sjá að hlutfall kvenna sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi er hærra á Alþingi en á öðrum þjóðþingum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeld. Í Evrópu hafa 14,8 prósent orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, rúmum 9 prósentum minna en hér. Þegar litið er á efnahagslegt ofbeldi hafa rúmlega 7 prósentum fleiri íslenskar þingkonur orðið fyrir því en evrópskar. Rannsóknin felur í sér fjölda annarra þátta, til dæmis kemur þar fram að konur sitji styttra á þingi en karlar, að mikill munur sé á kjósendum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og að 63,5 prósent þingmanna séu úr efstu lögum þjóðfélagsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Um 80 prósent þingkvenna verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var meðal kvenna sem starfa eða hafa nýlega hætt störfum á Alþingi. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir karlmenn. Rannsóknin var lögð fyrir 33 konur í maí á þessu ári og var svarhlutfall 76 prósent. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í nýrri bók dr. Hauks Arnþórssonar sem kemur út í dag. 80 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28 prósent fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24 prósent líkamlegu ofbeldi og 20,8 prósent sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. Efnahagslegt ofbeldi er þegar konum er neitað um starfskjör eða starfsaðstöðu sem þær eiga rétt á eða ef eigur þeirra eru skemmdar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við viðamikla könnun um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóða-þingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. Sé tekið mið af samanburðinum má sjá að hlutfall kvenna sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi er hærra á Alþingi en á öðrum þjóðþingum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeld. Í Evrópu hafa 14,8 prósent orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, rúmum 9 prósentum minna en hér. Þegar litið er á efnahagslegt ofbeldi hafa rúmlega 7 prósentum fleiri íslenskar þingkonur orðið fyrir því en evrópskar. Rannsóknin felur í sér fjölda annarra þátta, til dæmis kemur þar fram að konur sitji styttra á þingi en karlar, að mikill munur sé á kjósendum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og að 63,5 prósent þingmanna séu úr efstu lögum þjóðfélagsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira