Ráðist á mótmælanda við heimilið Hjörvar Ólafsson skrifar 18. október 2019 14:30 Mótmælendur í Hong Kong krefjast lýðræðislegra umbóta í héraðinu og vilja sporna við afskiptum Kínverja af stjórn þess. nordicphotos/Getty Þorlákur Árnason er yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong og aðstoðarþjálfari karlalandsliðs þjóðarinnar. Hann segir mótmælin hafa nánast lamað allt starf knattspyrnusambandsins síðustu vikurnar. Þorlákur varð vitni að líkamsárás fyrir utan heimili sitt um síðustu helgi og þarf hann að mæta til skýrslutöku vegna þess á næstu dögum. Mótmælin spruttu upp eftir að frumvarp um framsal refsifanga til Kína var lagt fram á löggjafarþingi Hong Kong. Eftir að frumvarpið var lagt fram var ríkisstofnunum landsins lokað vegna óeirðanna sem framlagning frumvarpsins skapaði og löggjafarþinginu frestað. „Það má segja að síðustu þrjá mánuði hafi mótmælin haft áhrif á fótboltann í heild sinni í landinu. Við byrjuðum á að fresta æfingum í knattspyrnuskólum og svæðisæfingum sem við sjáum um. Þetta hefur svo þróast í þá átt að öllum æfingum og leikjum í öllum flokkum hefur verið frestað síðustu tvær helgar og ég býst við því að slíkt muni gerast aftur um komandi helgi,“ segir Þorlákur í samtali við Fréttablaðið um stöðu mála í knattspyrnunni í Hong Kong. „Þetta hefur svo þau áhrif á A-landsliðið okkar að margar þjóðir hafa hafnað því að koma til Hong Kong síðustu mánuðina til þess að spila landsleiki við okkur. Þetta hefur því haft víðtæk hamlandi áhrif á knattspyrnuna í landinu og það sér ekki fyrir endann á þessu ástandi þannig að það er ómögulegt að segja hvenær hlutirnir komast í eðlilegt horf á nýjan leik,“ segir Þorlákur enn fremur um áhrifin sem mótmælin hafa á starf hans.Þarf að mæta í skýrslutöku vegna líkamsárásar Á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins Kína voru skipulögð mótmæli til að draga athyglina frá hersýningu sem haldin var í Peking á sama tíma. Þar var mótmælandi skotinn í bringuna og fluttur á sjúkrahús og fleiri fluttir á sjúkrahús vegna ýmissa áverka. Margir þátttakendur í fyrri mótmælum ársins höfðu hulið andlit sín til að forðast að kínversk stjórnvöld leituðu hefnda gegn þeim. Þann 4. október virkjaði Carrie Lam, stjórnarformaður heimastjórnar Hong Kong, gömul neyðarlög frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði Hong Kong-búum að bera grímur. „Þetta hefur líka áhrif á daglegt líf hjá mér, sérstaklega síðustu vikurnar þar sem mótmælendur ganga mun skipulegar og vasklegar til verks en í upphafi mótmælanna. Loka hefur þurft mörgum lestarstöðvum og búðum vegna skemmdarverka. Á sunnudagskvöldið síðastliðið var lögreglumaður sem var dulbúinn sem mótmælandi barinn illa fyrir utan heimili mitt. Ég kom að þessu og þarf að mæta í skýrslutöku á næstunni. Þannig að ástandið hefur áhrif á líf allra og því miður er ekkert sem bendir til þess að þetta muni batna á næstunni,“ segir hann um upplifun sína af mótmælunum og framhaldinu í landinu. Tilraunir Lam til að sefa mótmælendur með því að draga frumvarpið til baka hafa ekki dugað til. Mótmælin hafa haldið áfram og beinast að kröfu um úrbætur á samfélagslegum þáttum á borð við mannréttindi, málfrelsi og kynfrelsi. Mótmælendur telja frumvarpið ganga gegn yfirlýstri stefnu um að Hong Kong fái að viðhalda eigin stjórn, stjórnarháttum og lagakerfi sem lagt var upp með þegar borgin komst undir kínverska stjórn árið 1997. Þeir fara fram á óháða rannsókn á framgöngu lögreglu, sakaruppgjöf þeirra sem handteknir hafa verið í mótmælunum og að stjórnvöld í Kína hafi ekki frekari afskipti af kosningum í Hong Kong. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Hong Kong Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjá meira
Þorlákur Árnason er yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong og aðstoðarþjálfari karlalandsliðs þjóðarinnar. Hann segir mótmælin hafa nánast lamað allt starf knattspyrnusambandsins síðustu vikurnar. Þorlákur varð vitni að líkamsárás fyrir utan heimili sitt um síðustu helgi og þarf hann að mæta til skýrslutöku vegna þess á næstu dögum. Mótmælin spruttu upp eftir að frumvarp um framsal refsifanga til Kína var lagt fram á löggjafarþingi Hong Kong. Eftir að frumvarpið var lagt fram var ríkisstofnunum landsins lokað vegna óeirðanna sem framlagning frumvarpsins skapaði og löggjafarþinginu frestað. „Það má segja að síðustu þrjá mánuði hafi mótmælin haft áhrif á fótboltann í heild sinni í landinu. Við byrjuðum á að fresta æfingum í knattspyrnuskólum og svæðisæfingum sem við sjáum um. Þetta hefur svo þróast í þá átt að öllum æfingum og leikjum í öllum flokkum hefur verið frestað síðustu tvær helgar og ég býst við því að slíkt muni gerast aftur um komandi helgi,“ segir Þorlákur í samtali við Fréttablaðið um stöðu mála í knattspyrnunni í Hong Kong. „Þetta hefur svo þau áhrif á A-landsliðið okkar að margar þjóðir hafa hafnað því að koma til Hong Kong síðustu mánuðina til þess að spila landsleiki við okkur. Þetta hefur því haft víðtæk hamlandi áhrif á knattspyrnuna í landinu og það sér ekki fyrir endann á þessu ástandi þannig að það er ómögulegt að segja hvenær hlutirnir komast í eðlilegt horf á nýjan leik,“ segir Þorlákur enn fremur um áhrifin sem mótmælin hafa á starf hans.Þarf að mæta í skýrslutöku vegna líkamsárásar Á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins Kína voru skipulögð mótmæli til að draga athyglina frá hersýningu sem haldin var í Peking á sama tíma. Þar var mótmælandi skotinn í bringuna og fluttur á sjúkrahús og fleiri fluttir á sjúkrahús vegna ýmissa áverka. Margir þátttakendur í fyrri mótmælum ársins höfðu hulið andlit sín til að forðast að kínversk stjórnvöld leituðu hefnda gegn þeim. Þann 4. október virkjaði Carrie Lam, stjórnarformaður heimastjórnar Hong Kong, gömul neyðarlög frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði Hong Kong-búum að bera grímur. „Þetta hefur líka áhrif á daglegt líf hjá mér, sérstaklega síðustu vikurnar þar sem mótmælendur ganga mun skipulegar og vasklegar til verks en í upphafi mótmælanna. Loka hefur þurft mörgum lestarstöðvum og búðum vegna skemmdarverka. Á sunnudagskvöldið síðastliðið var lögreglumaður sem var dulbúinn sem mótmælandi barinn illa fyrir utan heimili mitt. Ég kom að þessu og þarf að mæta í skýrslutöku á næstunni. Þannig að ástandið hefur áhrif á líf allra og því miður er ekkert sem bendir til þess að þetta muni batna á næstunni,“ segir hann um upplifun sína af mótmælunum og framhaldinu í landinu. Tilraunir Lam til að sefa mótmælendur með því að draga frumvarpið til baka hafa ekki dugað til. Mótmælin hafa haldið áfram og beinast að kröfu um úrbætur á samfélagslegum þáttum á borð við mannréttindi, málfrelsi og kynfrelsi. Mótmælendur telja frumvarpið ganga gegn yfirlýstri stefnu um að Hong Kong fái að viðhalda eigin stjórn, stjórnarháttum og lagakerfi sem lagt var upp með þegar borgin komst undir kínverska stjórn árið 1997. Þeir fara fram á óháða rannsókn á framgöngu lögreglu, sakaruppgjöf þeirra sem handteknir hafa verið í mótmælunum og að stjórnvöld í Kína hafi ekki frekari afskipti af kosningum í Hong Kong.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Hong Kong Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjá meira