Kostir kisujóga miklir Björk Eiðsdóttir skrifar 17. október 2019 14:00 Jóhanna Ása, rekstrarstjóri Kattholts, segir fleiri viðburði í farvatninu hjá Kattholti. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í byrjun mánaðar var haldinn í Kattholti fyrsti kisujógatíminn hér á landi og féll hann svo vel í kramið að leikurinn verður endurtekinn næsta laugardag og er þegar að verða uppselt. Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, segir hugmyndina hafa komið frá víðförlum og reynslumiklum starfsmanni Kattholts, Önnu Katrínu. „Hún hefur m.a. unnið í kisuathvarfi í Amsterdam og datt í hug að byrja með kisujóga þegar hún og jógakennarinn sem stendur að tímanum, Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, voru í rauðvínsjóga á dögunum. Í Amsterdam kynntist hún einmitt kisujóga og kisubíói og er stefnan tekin á fleiri kisuviðburði á næstunni. Við stefnum á að halda kisubíó í nóvember eða desember að ógleymdum jólabasar Kattholts sem verður í húsakynnum Kattholts, Stangarhyl 2, laugardaginn 30. nóvember. Svo verður stefnan tekin á fleiri kisujógatíma eftir áramót.“Kisur labba á milli jógagesta og fá klapp og knús „Kisujógað fer þannig fram að þátttakendur gera jógaæfingar eftir handleiðslu kennarans og á meðan eru kisurnar frjálsar á gólfinu og labba á milli jógagesta og biðja um klapp og knús. Kostirnir eru miklir, þar sem rannsóknir hafa margoft sýnt fram á að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan.“ Hanna og Anna, starfskonur Kattholts, með kisur sem taka þátt í jóganu.Aðspurð segir Hanna þátttakendur hafa verið í skýjunum og viljað vita hvenær næsti jógatími yrði. „Kisurnar voru þreyttar en glaðar eftir að hafa borðað nammi úr höndum jógagesta nær allan tímann.“Allur ágóði fer í starf Kattholts Jógakennarinn Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir er með margþætt jógakennararéttindi og gefur Kattholti vinnu sína svo allur ágóðinn fer til styrktar starfsins þar en hver og einn þátttakandi greiðir 3.500 krónur fyrir tímann. Aðspurð hvað sé að frétta úr holti kattanna svarar Hanna: „Það er allt gott að frétta héðan úr Kattholti. Vel gengur að finna ný heimili fyrir kisur í heimilisleit og þeim kisum sem gista nú á Hótel Kattholti líður með eindæmum vel!Færri komust að en vildu Næsta kisujóga verður kl. 13 og svo kl. 14.30 nk. laugardag, 19. október. Nokkur pláss eru enn laus. Síðast komust færri að en vildu. Hægt er að bóka pláss með því að senda tölvupóst á kattholt@kattholt.is eða hringja í síma 567-2909 milli 9 og 16. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilsa Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Í byrjun mánaðar var haldinn í Kattholti fyrsti kisujógatíminn hér á landi og féll hann svo vel í kramið að leikurinn verður endurtekinn næsta laugardag og er þegar að verða uppselt. Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, segir hugmyndina hafa komið frá víðförlum og reynslumiklum starfsmanni Kattholts, Önnu Katrínu. „Hún hefur m.a. unnið í kisuathvarfi í Amsterdam og datt í hug að byrja með kisujóga þegar hún og jógakennarinn sem stendur að tímanum, Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, voru í rauðvínsjóga á dögunum. Í Amsterdam kynntist hún einmitt kisujóga og kisubíói og er stefnan tekin á fleiri kisuviðburði á næstunni. Við stefnum á að halda kisubíó í nóvember eða desember að ógleymdum jólabasar Kattholts sem verður í húsakynnum Kattholts, Stangarhyl 2, laugardaginn 30. nóvember. Svo verður stefnan tekin á fleiri kisujógatíma eftir áramót.“Kisur labba á milli jógagesta og fá klapp og knús „Kisujógað fer þannig fram að þátttakendur gera jógaæfingar eftir handleiðslu kennarans og á meðan eru kisurnar frjálsar á gólfinu og labba á milli jógagesta og biðja um klapp og knús. Kostirnir eru miklir, þar sem rannsóknir hafa margoft sýnt fram á að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan.“ Hanna og Anna, starfskonur Kattholts, með kisur sem taka þátt í jóganu.Aðspurð segir Hanna þátttakendur hafa verið í skýjunum og viljað vita hvenær næsti jógatími yrði. „Kisurnar voru þreyttar en glaðar eftir að hafa borðað nammi úr höndum jógagesta nær allan tímann.“Allur ágóði fer í starf Kattholts Jógakennarinn Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir er með margþætt jógakennararéttindi og gefur Kattholti vinnu sína svo allur ágóðinn fer til styrktar starfsins þar en hver og einn þátttakandi greiðir 3.500 krónur fyrir tímann. Aðspurð hvað sé að frétta úr holti kattanna svarar Hanna: „Það er allt gott að frétta héðan úr Kattholti. Vel gengur að finna ný heimili fyrir kisur í heimilisleit og þeim kisum sem gista nú á Hótel Kattholti líður með eindæmum vel!Færri komust að en vildu Næsta kisujóga verður kl. 13 og svo kl. 14.30 nk. laugardag, 19. október. Nokkur pláss eru enn laus. Síðast komust færri að en vildu. Hægt er að bóka pláss með því að senda tölvupóst á kattholt@kattholt.is eða hringja í síma 567-2909 milli 9 og 16.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilsa Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira