Lögreglan og hjálparaðilar hafa verið að leita af Morris síðan hún sást síðast á laugardagskvöldið en leitað hefur verið bæði í ám og vötnum í kringum Trelewis í Wales.
Talið er að hún hafi fengið far hjá vinum sínum úr miðbæ bæjarins á laugardagskvöldið en rannsakendur telja að hún hafi ekki farið inn heima hjá sér.
Brooke Morris missing: Body found in search for women's rugby player https://t.co/rBGsITaPO4
— Evening Standard (@EveningStandard) October 17, 2019
Talið er að hún hafi gengið í átt að brú sem liggur yfir á nærri heimili hennar.
Ekki er búið að staðfesta að líkið sé af Morris en lögreglan í landinu hefur haft samband við fjölskyldu hennar og tilkynnt henni um fundinn.
Morris lék með Nelson RFC í heimalandinu, Wales, en hún var einungis 22 ára.