Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2019 19:30 Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur. Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur.
Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira